31.8.07

"ég fíla dilla dilla" !! (aldrei skilið þennan teksta)

Búum í algjöru kaosi þessa dagana, eigum að afhenda íbúðina á mánudaginn svo að við verðum að klára þar fyrst áður en við komum okkur almennilega fyrir. Tók þó smá forskot á sæluna og settum upp "Billy" bókahillur í gær í bókaherbergið. Gvuð hvað það tók langann tíma. Heilan dag næstum. Bilun segi ég nú bara. Myndir af höllinni koma þegar við erum orðin tengd heima.

Föstudagsgleðin er eitt af mínum "all time favorits".Bæði syng með og dilla mér þrátt fyrir kannski ekki svo rosa gleðibankalegan teksta.


Góða helgi frá Helgu !

Engin ummæli: