11.5.07

Þá er búið að setja íbúðina mína á sölu

Það var nú hálf skrýtið að sjá heimilið mitt á netinu til sölu.Fyrst að fatta það núna að fyrst ég er búin að kaupa nýtt hús þarf ég víst að selja það gamla. snuff snuff! Fyrir ykkur fjölmörgu sem aldrei hafa heimsótt mig set ég nokkrar myndir af íbúðinni hér út og svo link á sölusíðuna svo að þið vitið hvernig ég hef búið síðustu 4 árin. Þá getið þið allavegna ímyndað ykkur að þið hafið komið í heimsókn. Vill samt taka fram að það er ALDREI svona fínt hjá mér ekki einu sinni á sjálfustu jólunum! Þetta var "once in a lifetime" stunt.

Hér er svo gula húsið okkar, íbúðin falin bak við tré.


Nýja eldhúsinnréttingin mín sem ég á eftir að sakna mikið.


Restina getur þú svo séð hér. Þú klikkar bara á myndirnar til að fá þær stærri.

Annars bara skítaveður og kuldi.Var svona bongó blíða hér í heila viku um daginn og ég fór og keypti mér sumartoppa og læti og þeir hafa svo bara legið í skúffu alveg síðan þá. Vona að það verði sól næstu helgi því þá verður íbúðin seld og það er alltaf svo huggulegra þegar veðrið er gott.
Yfir og út í bili frá "redaksjonen" hér í Noregi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja húsið.
Varð bara að kvitta í þetta skiptið, maður er allt of latur við það.
Bið að heilsa ykkur öllum.
Dísa frænka

Valkyrjan sagði...

Aldeilis fín íbúð sýnist mér og ég er græn af öfund yfir parketinu. Vona að hún seljist fljótt ! Hér í henni Ameríku er ekkért nema teppi og aftur teppi ... er búin að gefa út þá yfirlýsingu við eiginmanninn að ef að við kaupum okkur einhverntíma hús þá vill ég PARKET ! Hann samþykkti það :)