29.10.06

Október blogg


Búin að komast að því að ég nenni ekki að blogga nema einu sinni í mánuði. Veit eiginlega ekki hvað fólk getur endalaust bloggað um, hef bara ekki svo mikið að segja og veit hreint ekki hvort einhver lesi þetta. Get bara haft það sem einskonar annál fyrir mánuðinn.

Nú er október langt genginn og haustið farið að láta vita af sér af fullum krafti. Er búið að snjóa á sumum stöðum í Noregi. Var hált í morgun þegar ég keyrði niður á lestarstöð, var mín smá stressuð. Já verð að viðurkenna það, ég er enginn rosa bílstjóri og á veturnar er ég nánast í sjokktilstandi.Kannski að þetta eldist af mér!

Annars var það helsta í fréttum í okt. að Saga átti 7 ára afmæli. Það var nú mikið stuð þá helgi. Fyrst var afmæli fyrir stelpurnar í bekknum og það var geðveik danskeppni og fjör í því boðinu. Daginn eftir var stefnan tekin inn í land með Dissimilis, tónlistarhópnum hennar Sögu, þar sem þau settu uppp sýningu. Laaangur dagur það, hefði ég verið með skrefteljara hefði ég trúlega sett met í skefum fyrir einn dag. Saga var ekki á því að vera neitt að slappa af þann daginn svo að hún hljóp um frá við komum ca 11:30 til kl 19 sama kvöld. Rosa vel heppnuð sýning og allir voða ánægðir og ég með harðsperrur.

Erum enn að leita að húsnæði og gengur hægt. Búin að gera boð í 2 eignir sem fóru á hærra verði en við vildum gefa fyrir þær. Alveg takmörk hvað maður vill borga fyrir hús sem þarf að gera mikið fyrir. Við höldum ótröð áfram með bros á vör og vonum að finna eitthvað fyrr en síðar.

Er rosa ánægð með nýju vinnuna. Loksins farin að vinna við mitt eigið fag og það gerir alveg gæfumuninn.

Vona að ég nái mínu takmarki sem er að blogga 1 sinni í mánuði.

På gensyn

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Saga í október:-)
Helga mín þetta er í áttina ég er þó að reyna 1 sinni í viku jafnvel oftar ef talvan er ekki að stríða mér. Og bara segi allt og ekkert.
kv Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

Hæ Helga mín

Marokkó kjúllinn er algert sælgæti.
Fleiri uppskriftir takk.

kveðja
Mamma