30.9.07

Enginn latur í Latabæ


Við,ásamt pabba og Steinunni fórum til Osló í dag því krakkarnir voru að fara að taka þátt í Latarbæjarmaraþoni. Fyrst var upphitun með íþróttaálfinum og það var sko mikið stuð. Hann bauð krökkum að koma upp á svið og hita upp með sér og Saga og Baltasar fóru galvösk þar upp - aldrei feimin. Baltasar var nú frekar hæverskur og hélt sig í bakgrunninum allann tíman en Saga var sko ekkert á þeim buxunum og dansaði við hliðina á íþróttaálfinum allann tíman. Var sko ekkert hægt að fá hana bakvið hann. Þegar þessu stuði lauk var svo hlaupið 500 m og svo skundað beint á McDonalds í smá hressingu. Vel heppnaður dagur þar sem hún dóttir mín fékk að hitta einn af hennar átrúnaðargoðum. Var nú smá fúl yfir að Solla léti ekki sjá sig!

Fleiri myndir af þessum bráðskemmtilega degi má finna hér.

5 ummæli:

Álfheiður sagði...

Karlinn minn sat einhversstaðar í Oslóborg og fylgdist einmitt með Glitnishlaupinu :o)

Nafnlaus sagði...

en sætar myndir (börnin), greinilega mikið stuð... kveðja Ella

Nafnlaus sagði...

Mikið fjör þarna á ferð, örugglega verið heljarins upplifun að hitta átrúnaðargoðið (sko Saga) Mega lík mömmu sinni....alltaf fremst í flokki;o)

Nafnlaus sagði...

Frábær mynd af Sögu og Magga. Orri hefði sko gefið mikið fyrir að hafa verið í þeirra sporum. kv Anna

Nafnlaus sagði...

Alltaf er hann jafn ferskur hann Maggi skelfing, og breytist aldrei neitt.
Glæsilegar myndir af krökkunum, það hefur greinilega verið ógó gaman að fá Latabæ í heimsókn
kv frá NH
Dísa