28.9.07

Hekla var það heillin!

Var bennt á að handavinnumaturinn hérna fyrir neðan er semsagt heklaður og ekki prjónaður. Ekki von um að maður viti svona, hef bara prjónað tvenna hálfa trefla á ævinni, amma prjónaði hina helmingana og engin heklun. Bjó til aftur á móti fullt af batik - hefur reynst nýtilegt við margar aðstæður.Er með batik gardínur í öllum gluggum, batik rúmteppi, rúmföt og gólfteppi, batik jóldúk, afmælisdúk og hversdagsdúk. Batik handklæði og viskukstykki..... Nei bara grínast.

Annars lítið að frétta, dagarnir bara sjálfum sér líkir.Er komin í smá pásu frá að gera fínt í nýja húsinu. Orðin smá lúin og þarf bara smá tíma til að gera eitthvað annað. Eins og til dæmis ekki neitt.Þótt maður sé orðin fullorðin þá má maður það líka- er það ekki? Eða þarf ég alltaf að vera að gera eitthvað nytsamlegt fyrir fjölskylduna, heimilið eða vinnuna. Er að fara að láta laga á mér augnabrýrnar í dag, fyrsta skifti síðan í vor. Er orðin eins og skógarhöggsmaður fyrir ofan augu. Er það nytsamlegt eða bara pjatt? Sú sem hefur gert þetta skifti allt í einu um vinnustað og ég varð að eyða smá tíma í að finna hana. Hleypi ekki hverjum sem er í andlitið á mér.Eða hárið. Eða tennurnar. Eða kjallarann. Eða.. nei ekkert meira.


Lag vikunar er pjúra girlpower med diskóívafi. Hækka í hátalanum og stattu upp frá tölvunni og sheik som as beibe! (kannski ekki verra að hafa sólgleraugu - shæní glimmer út um allt)for you all!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

o jú það er sko nauðsynlegt fyrir alla að gera ekki neitt annað slagið. Og varðandi augabrúnirnar, þetta er ekki neitt pjatt, þú varst alveg eins og ........ nei ég er að grínast hahahahaha, ég tók ekkert eftir því að þú værir e-h óvenjulega loðin þegar ég sá þig síðast. kv.Anna

Iris Heidur sagði...

Já einmitt það sem ég var að spá þegar ég sá "prjónamyndirnar" hvort þetta væri ekki örugglega heklað??!! NOT. Ekki til saumakona í mér, því er nú ver og miður. Kannski maður skelli sér í Húsó 55 ára til að læra að vera almennileg húsmóðir, búa til bútasaumsteppi og svol..svo myndaskapurinn deyji ekki alveg út með mér og minni kynslóð.
Hafðu það gott við að gera ekki neitt, það er bara gott fyrir sálina :)
Kv, Íris Heiður