Loksins er allt að skríða saman á heimilinu. Farin að finna mestu nauðsynjatækin og tólin og þetta fer allt að koma. Mikið er nú ekki gaman svona fyrstu vikurnar eftir flutninga en þetta verður svo fínt hjá okkur með tíð og tíma. Ánægð með húsið. Annars allt fínt af öllum. Baltasar byrjaði í fimleikum á þriðjudaginn, þeir voru 2 vinirnir sem fóru saman.Það fór nú ekki betur en pabbi vinarins fór í vitlausan sal með þá svo að þeir æfðu fyrsta daginn í barnagrúppu með vitlausu fimleikafélagi! Reynum að rata á réttan stað næst.
Stuðlag vikunar er aldrei þessu vant íslenskt og mæ god hvað það er gamalt og gott. Og bæ ðe vei veit einhver hvað klukkan er?
Helgin!
2 ummæli:
Vává .... Atlavík hvað ! Stuðmenn klikka aldrei !
Frábært-bobbingana fram-glæsileg setning. Takk fyrir þetta, ég brosi hringinn. Svanfríður
(ertu búin að kíkja á One Night in Bangkok? Svíkur ekki)
Skrifa ummæli