17.10.07

Þá er bara að snýta sér og snúa sér að brauðbakstri!

Ja hér hef aldrei fengið svona mörg komment áður.Takk fyrir það. Gaman að vita að svona margir hafi komi við og grátið:-) Bætir fyrir að geta ekki haldið afmæli með fjölsk og vinum. Sumt venst illa í útlöndum, viss um að ameríkufararnir séu sammála því. Fannst ég þurfa að gera þetta video því ég er nýbúin að læra að gera svona. Allavegna var Saga voða ánægð með þetta en henni finnst svo gaman að skoða myndir af sjálfri sér.

jæja nú er loksins komið að því að ég leggi út nýja uppskrift. Bakaði þetta ljómandi góða brauð um daginn. Nei ekki hætta að lesa - hei komdu aftur. Bíddu og lestu meira. Þetta brauð þarf ekki að hnoða neitt það eina sem krefst er að skipuleggja vel og svo verður maður að eiga pott sem má fara í ofn. Ég notaði steypujárnspott en hægt að nota eldfast mót með loki.

Ég eyddi í allt ca 15 mín. í vinnu. Restin af tímanum fer í að bíða eftir að deigið hefist(um 20 tímar). Þessi uppskrift er búin að fara út um allann bloggheim eins og eldur í sinu og þessvegna ætla ég bara að setja út video og link og svo mynd af mínu brauði(þarna fyrir ofan). Geri ráð fyrir að allir kunni ensku.

Maður notar:
3 bolla hveiti + aðeins meira til að strá yfir deigið
1/4 tsk ger
1 1/4 tsk salt
1 1/2 bollar vatn
(bolli er um 2 1/2 dl svona ca)

Restina sjáið þið á videoinu og linkinum hér fyrir neðan



Linkur á blogg.


Hefði aldrei trúað því að þetta væri hægt ef ég hefði ekki prófað þetta sjálf. Alveg eins og brauð maður fær á ítölskum veitingarstað. Holótt og mjúkt að innan og stökkt að utan. Endilega prófa.

Sjáumst á morgun

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Helga mín.
Ég er ekki búin að snýta mér en horfði á myndbandið og brauðið er glæsilegt. Snýti mér um helgina og baka brauðið. Það er að segja ef ég kemst heim á föstudaginn. Þarf að verða mér úti um far með vöruflutningabíl heim annars verð ég að vera í Rvík um helgina og má ekki vera að því. Þarf að nota tímann í verkefnisgerð.
Kær kveðja,
Mútta

Nafnlaus sagði...

Já þetta verð ég prófa. kv.Anna