24.10.07

Vikulok

Þá er enn ein vikan liðin og helgin blasir við. Síðasta vika hefur einkennst af afmælum. Saga hélt upp á afmælið sitt síðasl. föstudag á McDonalds. Ég sem hafði lofað mér að aldrei halda upp á afmæli þar en stundum grípa örlöginn inn(eða dóttir manns)og breyta öllu. Henni fannst þetta æði!!!! Laugardag var svo fjölskyldan samankomin í áframhaldandi afmæli. Sunnudag var Sögu svo boðið í enn eitt afmælið en á leiðinni þangað lenti bíllinn sem keyrði henni þangað í árekstri. Hún slasaðist ekkert eða hlaut neina áverka sem betur fer, en mitt litla hjarta hlaut áverka.Maður verður nú smá stressaður þegar svona gerist.

Fyrir utan afmælisstand hafa veikindi verið að hrjá okkur hjónin. Hálsbólga með hósti, harki og ræskingjum hafa tekið yfirhöndinni. Haustið er svo greinilega komið bæði úti og inni.

Saga var að dansa á miðvikudkvöld með Dissimilis fyrir hásetta stjórnmálamenn. Securitas gæsla og læti. Hún fer að þurfa á lífverði að halda!

Baltasar lifir nú ekki jafn spennandi lífi og systir hans að þessu leiti en hann er svo ánægður yfir að hafa loksins flutt á stað þar sem eru krakkar að leika við að við sjáum hann eiginlega aldrei. Hann er alltaf úti. Búin að eignast nýjan besta vin sem býr í húsinu við hliðina. Pókamonir og fótbolltakort tröllríða öllu þessa dagana og ég skil ekki afhverju skólarnir geta ekki bannað þetta. Strákar í dag leika sér ekki lengur í frímínútum, þeir sitja á rassinum og bítta kortum og fígúrum. Engin furða krakkar í dag séu feitari en fyrr. Sem betur fer er Baltasar mest fyrir að hlaupa og ærslast í frímó svo hann er nú alltaf á fullu en hefur samt mikin áhuga á þessu drasli. Búin að týna pókamon möppunni sinni með öllum kortunum og öllum körlunum! Fær ekki nýja fyrr en hann lærir að passa upp á hlutina sína (búin að týna jakka, fleiri peysum og fullt af dóti síðan í lok ág). Kannski er ég svona vond mamma en mér finnst að ef hann getur ekki passað upp á hlutina sína verði hann að sýna að hann geti það áður en við förum að eyða aftur fortjún í að kaupa allt nýtt. Búin að gera það einu sinni því ég þvoði um 100 kort rétt fyrir skólabyrjun og það varð að sjálfsögðu að bæta drengnum það!


Lag vikunar er stuðlag, alveg rosa fínt að hlusta á þegar maður er að þrífa, það verður svo léttara fyrir vikið. Maður verður nefninlega alltaf að dansa smá. En því miður enginn Hlíðartúnsfílingur hér - ekki alveg eitís!Góða helgi og góða skemmtun.

4 ummæli:

kollatjorva sagði...

já, það getur verið erfitt fyrir þessa stráka að passa dótið sitt, ég veit um eina mömmu sem var orðin þreytt á að húfurnar og vettlingarnir væru einnota og í hvert skipti sem strákurinn kom húfulaus heim, þá þurfti hann að borga mömmunni 50 kall.. hann var fljótur að læra að passa betur upp á húfuna sína :)
Góða helgi sæta mín ..

Nafnlaus sagði...

Komin í föstudagsfíling .....

Góða helgi frá Florida*

Nafnlaus sagði...

Það var nú gott að Saga slapp ómeitt úr þessum hremmingum. En ég er alveg sammála þér varðandi Baltasar, þetta kennir honum bara. Góða helgi, kær kveðja Anna

Oskarara sagði...

Jamm hvað gerir maður ekki fyrir afkvæmin. Langar að fara sjá myndir af húsinu takk