14.10.07

Svo var það fyrir átta árum

að Saga mín fæddist. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Finnst eins og hún hafi fæðst í gær. Man daginn allavegna jafn vel. Var heima hjá Ásdísi ásamt fleiri stelpum og hafði fengið að vita í hádeginu að ég væri 4 cm opinn en ætti ekkert að vera að stressa mig því þetta gæti tekið marga daga. Allavegna þá sendi Ásdís mig heim því ég var búin að vera með einhverja smá krampa allann daginn og þegar ég fór heim voru bara 15 mín á milli og hún var alveg viss um að ég væri að fara að eiga. Þegar heim var komin fór ég að pissa og fannst eitthvað skrýtið hvað ég var lengi að þessu en áttaði mig svo á að þetta hlyti að vera vatnið að fara. Reif mig á fætur og hringdi í sjokki í Steinu sem kom til mín og hringdi á sjúkrabíl. Ég hringdi svo í JC og sagðist vera á leiðinni upp á spítala. Þegar ég var komin upp á fæðingastofu bólaði ekkert á JC og hann kom ekki fyrr en eftir dúk og disk. Minn maður hafði tekið strætó-lest-strætó upp á spítala!! Hann hélt að þetta ætti eftir að taka marga daga. Ekkert spáð meira í það!

Saga kom í heiminn 2 1/2 tímum eftir að ég fór frá Ásdísi.Fyrsta sem ég spurði þegar hún var komin i heiminn var hvort hún væri með Downs heilkenni. Ljósmóðirinn var nú ekkert á því en tjekkaði samt eftir þessum venjulegu einkennum sem svo vantaði á Sögu. Ég var samt alveg viss. Var ekkert smá erfitt að hringja í foreldra okkar og segja þeim þessar fréttir.

Dagurinn eftir var ömurlegasti dagur ævi minnar. Byrjaði á að hringja í Ásdísi og hún varð nátturulega smá sjokkuð og allt það en spurði mig svo hvort Saga væri samt ekki alveg yndisleg. Ég hélt ég yrði ekki eldri.Hvernig er hægt að vera yndisleg og með Downs heilkenni. Svo hringdi ég í Steinu og hún sagði það sama. Skildi ekkert í þeim, var þetta eitthvað samsæri eða hvað. Komst seinna að því að báðar eiga vinkonur með downs börn svo að þetta var ekkert svo hræðilegt eins og mörgum fannst. Allavegna þá var ég í ömurlegu formi, búin að missa næstum líter af blóð og öll í tætlum eftir fæðinguna. Hélt að lífið gæti ekki orðið verra en svo hitti ég barnalækninn og komst á aðra skoðun. Hún byrjaði á að fræða mig á því að flestir foreldrar barna med Ds myndu skilja, við ættum að eignast 2 börn í viðbót ef við ætluðum að eiga fleiri því þá hefðu þau hvort annað. Við kæmum nefninlega til að vanrækja þau svo út af Sögu. Hún endaði á að segja mér að ég ætti nú aldrei eftir að vera í neinni almennilegri vinnu því það væri svo erfitt þegar maður ætti svona barn. HEIMUR MINN HRUNDI! Allir framtíða draumar hurfu á nokkrum mínutum. Var ekki alveg eins gott bara að ganga í sjóinn med det samme!


Sem betur fer gekk ég nú ekki í sjóinn og núna 8 árum seinna horfi ég á dóttur mína sem er alveg rosalega dugleg. Hún búin að afsanna allt sem búið var að spá hún kæmi aldrei til að læra og geta. Hún er að læra að lesa, farin að reikna, kann að skrifa, kann að skíða, skauta og hjóla og er svo klár. En hún er ekkert sérstaklega músíkölsk, eiginlega alveg hræðilega laglaus - eins og var oft búið að segja mér að svona börn væru svo rosalega músíkölsk. Svindl!

Mikið er ég fegin að hafa fengið að upplifa þessa Sögu, hefði ekki viljað neina aðra.

Til hamingju með daginn prinsessa.Hipp hipp húrra.Sem mamma hef ég þann rétt að vera væmin á svona dögum og þetta video er alveg pottþétt í þeim geiranum.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég óska ykkur öllum til hamingju með AFMÆLISBARNIÐ, hún er langflottust. Kveðjur frá Guðnýju Svavarsd.

Valkyrjan sagði...

Ég verð að viðurkenna það að ég sit hér með tárin í augunum eftir lesturinn og að skoða myndirnar ! Held að Saga hefði ekki getað valið betri foreldra, til hamingju með stelpuna !

Guðrún

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með hana Sögu þína. ´Já ég verð að segja það eins og Guðrún að lesturinn hér á undan snerti mitt litla hjarta. En þið eruð ekkert smá heppin með þessa flottu stelpu, hún er svo dugleg. kv. Anna

Oskarara sagði...

Til hamingju með daginn öllsömul. Verst að geta ekki verið með ykkur,Dagmar afmælissjúka hefði nú verið í essinu sínu. Heyri fljótlega frá ykkur!!
Kveður frá Óskari frænda & Co.

Álfheiður sagði...

Yndislegt að skoða þetta og þetta er bara flott stelpa sem þið eigið.
Til hamingju með dömuna!

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan. Já ég man þennan dag líka eins og hann hafi gerst í gær. Man líka hvað mér fannst skrítiðað þú hafðir ekki hringt þarna um kvöldið. Var í stressi til kl 14 þegar þú hringdir.Var úti á holmbladsgade. Ég var viss um að eitthvað hræðilegt hafði gerst. Man svo hvað mér var létt þegar þú sagðir mér að hún væri á lífi. Og Down heilkenni, man líka að ég sagði þér að það væri nú ekki það versta. Og þau gætu átt mjög gott líf. OG var svo fengin að það var ekkert að henni. En verst var að ég var að fara til íslands og gat ekki farið að hitta þig. Ég var með tárin í augunum við að skoða myndirnar. OG þetta yndislega lag með. Elsku Saga til hamingju með daginn í gær. Ég hugsaði til þín og knús og kossar til ykkar allra.
Ásdís

kollatjorva sagði...

Til hamingju með daginn í gær, Þær gerast nú ekki flottari Sögurnar.
bestu kveðjur
Kolla

Nafnlaus sagði...

Til lukku með prinsessnuna,....datt í hug ljóðlínan "eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt" þegar ég var að skoða myndirnar:o) Engin spurning að Saga er langflottust:o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þessa flottu Sögu og ekki spurning að þarna er efnileg Saga á ferð. þykir alltaf gaman að hitta ykur og sjá myndir.
Kv.Elva og Sandra Björt-sem fannst þetta vera hún þegar ég sýndi henni myndirnar...kannski ekki skrítið..Sætar Downs stelpur

Nafnlaus sagði...

Verð að kommenta aftur ... horfði á myndasýninguna aftur með krökkunum mínum og dæturnar sátu með tárin í augunum yfir þessu. Fannst frábært að uppgötva þarna "nýja flotta frænku". Guttanum fannst reyndar flottara að eiga "stóran frænda í Noregi" :o)
Kveðjur frá Katrínu, Kristjönu og Árna Jökli

Unknown sagði...

Innilega til hamingju með stelpuna! Hún er algjör sólargeisli sem þú mátt sko vera stolt af...
Fallegur pistill og fallegt myndband frá stoltri móður, þetta snart mitt hjarta, sit hér með bros á vör og tár í augnkrók ;-)
Hafið það rosalega gott.
Kveðja Friðdóra Kr.

Nafnlaus sagði...

En ein með tár í augum...
Innilega til hamingju með daginn Saga - svakalega ertu nú fín stelpa
Æðislegar myndir og lagið...
Kveðja Ella Sigga

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég sit hér með tárin í augunum og stórt bros. Hvernig er annað hægt? Ég hef sagt þetta áður, hún er falleg og með svo fallegt bros að það birtir yfir öllu og það er það sem þennan heim vantar; birtu og yl og yfir því býr Saga.
Til hamingju með dótturina og Saga,til hamingju með afmælið um daginn.
Kærar kveðjur úr Cary, Svanfríður og co.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með dótturina, og takk fyrir að deila myndunum með okkur. Njótið lífsins og hvors annars, björt og brosandi sem hingað til. Gulla Hestnes

Nafnlaus sagði...

Helga mín
Hér situr mamma þín ekki bara með tárin í augunum heldur eiginlega grátandi.
Ég man þetta allt eins og það hefði gerst í gær. Og það að lita píslin væri með Downs fannst mér óraunverulegt en þú sagði svo oft að þú vissir að það væri eitthvað að barninu sem þú gengir með en engum fannst það trúlegt.
Okkur var brugðið en vorum samt stoltustu amma og afi í heimi og erum enn því engin jafnast á við Sögu, sem Viggó bróðir sagði þegar hann sá hana nýfædda, að væri Smásaga. Smásagan hefur stækkað og dafnað og er svo ótrúlega dugleg og falleg og heillar alla uppúr skónum.
Til hamingju aftur Saga mín. Lofa að vera í Noregi á næsta afmæli.
Hafi það öll sem best,
Mamma og amma

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med stelpuna ykkar:)
Frábaert video!