3.12.07

Dagur 3. Kæri Jóli


Jólamánuðurinn var hringdur inn með ælunni kl 4 á aðfaranótt laugardags. Dejlig. Við hjónin á fætur að skúra, sonurinn drifinn inn á bað í hreinsun, bæði utan og innan. Var ekkert smá hreinn allstaðar. Svo tók eiginmaðurinn við !Ælulykt ekki beint til að koma manni í jólaskapið.

En aftur á móti kemst ég í jólaskap af mandarínulykt. Og piparkökulykt. Og lyktin af hangikjöti sem er að sjóða. Ojá, núna verður skrúað upp í jólafílingnum. Fékk geisladisk í fyrra sem inniheldur 100 íslensk jólalög. Hann verður spilaður í tætlur. Íslenskt - já takk. Engin útlensk jól fyrir mig og mína.Hvað er jólalegra en að hlusta á "jólahjól" og borða mandarínur. Fátt held ég.

Undir jólahjólatré er pakki
undir jólahjólatré er voðalega stóóóóór pakki.....

Snillingur sem fann upp á þessu lagi - ég meina hvað er jólalegra en hjól - jólahjól?

2 ummæli:

La profesora sagði...

mandarínur og rauð epli :)
gubb er meira svona útihátíðartengd lykt...hehe

Nafnlaus sagði...

Appelsínur, epli, lítil kók, malt og appelsín, allt í gleri, Macintosh og jóladiskurinn með Willie Nelson... jólanostralgíufílingurinn minn;o)