18.12.07

Dagur 18. Kæri Jóli


Kannski eru einhverjir að spá að byrja nýtt líf á nýju ári. Hætta að reykja (done that!) !. Eða fara í megrun (næsta ár!) eða hafa voða fínt heima hjá sér (ekki ég!), eða láta sér nægja að hafa fínt í fataskápunum hjá sér (hmm ekki svo vitlaust ). Ef svo er þá ertu heppnasta manneskja "on þis planet" því ég fann þetta bráðsniðuga video sem kennir manni að brjóta saman boli á "nó tæm" ! Gvuð hvað ég hlakka til að geta nýtt mér þetta á nýju ári. OG svona fyrir ykkur sem ekki kunna svona útlensku - ekki vera leið því ég skil ekki orð sjálf!

þætti fróðlegt að vita hvaða snillingur eyddi tíma í að finna upp á þessu. Enn og aftur og aftur segi ég að sumir hafa bara alls ekki nóg að gera.




Á morgun er alveg komin tími til á eitt jólalag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ en fyndið því hún mamma mín kenndi mér þessa aðferð fyrir nokkrum árum og hafði þá séð e-h videó með henni. en ég nota hana reyndar ekki.kv. Ann