Föstudagur eina ferðina enn. Sem betur fer, sumar vikur eru eitthvað svo langar. Bakaði 2 smákökusortir í gær, eða bjó til deigið.Þarf að baka þær um helgina. Piparkökurnar aftur á móti eru enn á "stand by" !Meira hvað það er erfitt að baka þessar piparkökur.
Fór á þetta ljómandi skemmtilega "eitís show" á miðvikudaginn með mínum heittelskaða. Fórum fyrst út að borða. Það var nú synd að þetta ekki var á föstudegi því maður fór í þvílíkt rífandi stuð. Voru með skemmtikrafta frá Englandi, Katrina and The Waves og Cutting crew sem spiluðu meðal annars "I just died in your arms"".Og svo fullt af nossurum og svíum sem sungu og spiluðu þekkt lög frá þessum tíma.Fullt af fullu fólki sem var á julefrokost og svo við edrú en í banana stuði.
Lag vikunar er tekið úr enskri gamanmynd,sá hana aftur um daginn og komst að því að mér finnst bara þessi mynd bara ansi skemmtileg.Finnast alltaf englendingar svo fyndir.Og þessi karakter er alveg yndislega óyndislegur. Varð nú bara að hafa eitt svona "anti" jólalag með.Og takið eftir pæjunum í laginu, minnir ansi mikið á einn þekktan frá "þe eitís".
Góða helgi, sjáumst á mánudaginn!
1 ummæli:
Þessi mynd er mín uppáhaldsmynd og ég hlæ alltaf jafn mikið þegar ég horfi á hana. Mér þykja allir karakterarni jafn skemmtilegir og finnst atriðið geggjað þegar Hugh Grant býðst til að drepa fyrrum kærasta aðstoðarkonu hans og svo þegar hann dansar og svo og svo og svo....takk fyrir þetta.
Skrifa ummæli