17.12.07
Dagur 17. Kæri Jóli
Í dag eiga margir nóg af öllu. Maður er alveg í vandræðum þegar fólk spyr hvað manni vanti. Mér finnst ég ekki vanta neitt, en auðvitað langar manni í fullt af hlutum en ekki af nauðsyn, bara afþví mér langar í eitthvað nýtt og fallegt.
Fleiri hjálparstofnanir eru farnar að bjóða fólki upp á að styðja þá sem minna meiga sín. Svo í staðin fyrir að gefa vinum og fjölskyldu gjafir sem þeim eiginlega ekki vantar eða langar í getur fólk keypt geit, moskítónet,asna grís eða kjúkling handa þeim þurfa á því að halda..Eða svo er hægt að gefa börnum ömmuog svo súpu handa fátækum börnum í Rússlandi. Hvað er betra en að gefa fólki eitthvað sem því sárvantar. Get svarið að ég hefði miklu frekar viljað svona gjöf í staðin fyrir uppþvottaburstan og eldhúsklútinn sem ég fékk í fyrra frá mágkonu minni (ekki til að vera vanþakklát eða neitt!).
Svo er líka hægt að gefa svokallað "microlán" til fólks víðsvegar um heiminn sem er að reyna að stofna fyrirtæki. Maður fær svo að fylgjast með þeim einstakling sem maður lánar peningana til. Mjög sniðug.Hér er ein vefsíða sem býður upp á þessa þjónustu.
Annars það heitasta af okkur að frétta að mér tókst loksins að baka piparkökurnar. Með diggri aðstoð eiginmanns og sonar, eiginlega þá dreif ég mig í heimaspa og þegar ég var búin voru þeir búnir að baka piparkökurnar. En ég var að sjálfsögðu aðalskipuleggjarinn !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mágkonan þín skilur sem sagt ekki íslensku :) Já það væri ósköp fallegt að gefa fátækum e-h af þessum peningum sem fólk eyðir í gjafir í stað þess að kaupa e-h óþarfa. En það er nú samt ósköp gaman að fá óþarfan sem manni langar í, þrátt fyrir að hitt sé mun göfugra. kv Anna
Skrifa ummæli