5.12.07
Dagur 5. Kæri Jóli
Ertu byrjuð/aður að baka fyrir jólin ???
Ég ætla að baka 15 smákökusortir í ár og laufabrauð, kleinur og jólakrans - eða nei annars held ég láti mig nægja að baka 4 sortir. Ein af þeim verður IKEA piparkökudeig sem við bökum á hverju ári.Svo það verða bara 3 sortir sem ég þarf að hnoða sjálf - eða mamma!!! Nei ætli ég baki ekki Hákonarkökurnar sjálf. Það eru kökur sem ég fann í dönsku blaði og er orðin hefð að baka á mínu heimili. Alltaf gaman að finna upp á einhverjum hefðum sjálf.
Uppskriftin hljóðar svo:
200 gr mjúkt smjör
90 gr flórsykur
75 gr hrámarsipan
1 vanillustöng sem maður skefur kornin úr
tæplega 250 gr hveiti
og líka 1 egg og hrásykur sem deiginu er vellt upp úr áður en það fer í ofninn.
smjörið og flórsykur hrært saman, vanillustöng og marsipani bætt útí. hveiti bætt út í og hrært lítilegga þar til það hangir saman. látið í ísskáð í 1 - 1 1/2 klst. Tekið út og formað í 4 2 1/2 cm rúllur sem er pakkað inn í filmu og látið bíða yfir nótt eða lengur. Eggið slegið og rúllunum velt upp úr egginu og svo hrásykrinum. Skorið í 4-5 mm skífur og sett á plötu. Hent inn í ofn í 12 - 15 mín á 175 gráðum. Látið kólna á grind áður en kökurnar eru settar í jólakökudall einhvern.
Alveg með eindæmum góðar smákökur sem er alveg þess virði að eyða smá tíma í að gera.
Og takk fyrir afmæliskveðjurnar.Ég hélt upp á hann með því að borða ís !! (talandi um spennandi líf)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég borðaði líka slatta af ís í gær þó að ég ætti ekki afmæli, en það var gert þér til heiðurs :) kv.Anna
Skrifa ummæli