22.2.08

Vinnuvikulok eins og alltaf á föstudögum. Ekkert nýtt. Baltasar var í skíðaskóla alla vikuna frá 9 til 3 og alsæll með það. Tókst að vísu að detta í gær á skíðum og er allur út í sárum hægra meginn í andlitinu. Annars bara null.

Ég finn að ég er öll að lifna við enda daginn farin að lengja og vorið á næsta leiti (shit, ég sem er enn með appelsínuhúð sem átti að vera farin fyrir sumarið). Allt breytist þegar það er orðið bjart seinnipartinn, maður er bara ekki næstum eins sibbin. Fór meira að segja og heimsótti Ollu frænku eftir vinnu um daginn. Svoleiðis hefur bara ekki gerst síðan í oktober. Tek að vísu fram að 4x í viku er börnunum mínum keyrt í allskonar æfingar eftir skóla. Mikið að vera hjá ungu fólki en frá jan - mars eru vetraríþróttirnar stundaðar og þá lætur maður sig hafa það að leyfa þeim að æfa það líka, fyrir utan Dissimilis hennar Sögu og leiklistina hans Baltasars. Ekki svo langur tími og þegar er svo snjólaust eins og hefur verið í vetur er það kjörið tækifæri fyrir þau að halda kunnáttunni við.

Erum að fara í hytte um helgina á Norefjell. Siri vinkona mín og Thea dóttir hennar koma með en hún er með DS og er hálfu ári yngri en Saga. Alveg eins og svart og hvítt þær tvær en við höldum samt í vonina um að þær eigi eftir að verða vinkonur.

Lag vikunnar er eeeld gamalt og videoið algjör draumur.Þær eru svo sannfærandi. Brilljant.Og til að geta dansað með laginu, legg ég við þetta video, er að vísu á finnsku en þú veist hvað karlinn er að reyna að segja. Ef þetta ekki er fyndið þá veit ég ekki hvað. Ekki gefast upp, endirinn er bara yndislegur. Mikið hlæ hlæ. Gvuð hvað ég elska youtube(getur maður sagt það??).


Góða helgi

p.s Eiginmaður minn var að tilkynna mér að hann er búin að kaupa 2 miða á Kiss tónleika í maí svo ég er semsagt að fara á Kiss! Alltaf prófar maður eitthvað nýtt, en hann var mega fan sem barn og unglingur.Á fleiri fleiri bækur með úrklippum og myndum, prjónaða kiss húfu og ég veit ekki hvað.Ætli hann kunni tekstana svo hann geti sungið með?

3 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

þetta seinna diskómyndband var snilld!!! þvílíkir taktar:)!!!

Nafnlaus sagði...

Hann hlýtur að kunna textanna ef hann var mikið fan. þið getið kannski farið yfir þá saman og sungið svo í kór lick it up, lick it up oooooooh.........og koma svo. Góða helgi. kv.Anna

Oskarara sagði...

Væri sko til í KIZZ-tónleika, var líka mikill fan, fyrsta uppáhaldsbandið