18.2.08

If you want my body and you think I'm sexy

Come on, sugar, let me know. Já svona söng Rod Stewart hér um árið. Hann var alveg ÖRUGGLEGA EKKI að syngja um mig. Mér var litið niður á laugardaginn og þessi sýn blasti við. Var of önnum kafinn við matargerð að ég var bara ekkert að spá í hvernig ég leit út fyrir neðan hné ! En það var svona. Fannst alveg tilvalið að festa þessi ósköp á filmu.

En þessi útgangur á húsmóðurinni kom samt ekki í veg fyrir að geta eldað ljúffengan indverskan mat. Matseðillinn hljóðaði svo:

Apertizers:

- Beikonvafðar döðlur
- Manchengo ostur með ítölsku salami
- Mozarellaostur vafinn í hráskinku og hitað í ofni.

Þetta voru nú eiginlega afgangar af tapas frá kvöldinu áður og þessvegna var þetta svona aðeins útúr kú miða við þema en gott engu að síður.

Aðalréttur:

- Tandori kjúklingur - keypti nú bara tandori paste og blandaði með jógurt og lét marinerast í 8 tíma og var svo sett í ofn í ca 45 mín og fékk líka þennan rosa safaríka og meyra kjúlla.
- Kartöflur með spínati: Sauð kartöflur og brytjaði í meðal stóra bita, henti á pönnu með spínati(keypti nú bara frosið og lét þiðna fyrir steikingu- muna að kreista úr safann) og þetta blandaði ég með Kashmir paste(líka keypt tilbúið) og steikti saman. Þetta var mjög sterkt.
- Krydduð hrísgrjón: mýkti smátt hakkaðann lauk í smjöri og bætti útí nokkra negul nagla, 5-6 kardimommubelgi(ekki steytt verður að vera þessir grænu belgir), einni heilli kanilstöng, nokkrum heilum piparkornum og teskeið gurkemeie til að fá fínann gulann lit.Þessu blandaði ég vel samann og blandaði við hrísgrjónin og vatn útí og sauð í ca.15 mín.
- Raita:Tók hýðið af einni agúrku og skapaði kjarnan úr, reif gróft og blandaði við hnefa af ferskri myntu og 1 1/2 desil. hreinni jógurt

Var svo þar að auki með Naan brauð(sem ég keypti af indverskum veitingarstað) og Taj Mahal brjór(indverskur bjór) var notaður til væta kverkarnar með matnum. Miklu betra að drekka bjór með svona mat komst ég að.

Eftirréttur:
-Súkkulaðifrauð kaka með ferskum bláberjum og kaffi.

já svona var það nú einfalt og þægilegt. Alveg búin að gefast upp á að gera all frá grunni. Tekur óratíma og þessi paste frá Patkas eru bara alveg ljómandi góð.Bless í bili.

9 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

mér finnst fótabúnaðurinn á þér bara kúl, alveg satt.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú vera krútt. Ég er sko sammála þér að það þarf sko alls ekki að reyna finna hjólið upp í hvert sinn þegar eldað er. Þessi paste frá patkas eru algjör snilld. Mmmm´....vildi að ég hefði verið í mat hjá þér. Snilldar matseðill. kær kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Myndin flott, maturinn freistandi. Maður fer kannski bara að gera sér ferð til Noregs ...

Iris Heidur sagði...

Nammmm...maður fær bara vatn í munninn. Hef oft spáð í það hvað maður er stundum "girnilegur" í útliti við matarborðið, með hor, slef og matarleifar all over :)

Nafnlaus sagði...

Sæl og takk fyrir "innlitið" og kvittið. Ótrúlega girnilegur matseðill. Viss um að þetta hefði lukkast svona vel ef fótabúnaðurinn hefði verið 10 cm pinnahælar og nælonsokkar, og ég tala nú ekki um ef þröngt mínipils hefði hangið í mittinu. Þá hefði kokkurinn ekki verið upp á marga fiska að eldamennsku lokinni ;)

kv. Íris Gíslad

Nafnlaus sagði...

ATH ætlaði að segja ekki viss um að þetta hefði lukkast svona vel...

smá fótaskortur á tungunni nei ég meina fingrunum...........

kv ÍG

Nafnlaus sagði...

langar í mat núna thegar ég las thessar girnilegu uppskriftir og ég er rétt komin ur morgunmat;)

Vonandi hafid thad gott hér eru allir ad vera spenntir fyrir ad fá lyklana af nýja húsinu!

Nafnlaus sagði...

Ég er ánægð með þig.....eldamenskan á að koma frá hjartanu:o) og þú minnir mig nú bara á Titu í bókinni Kryddlegin hjörtu :o)Sé þig samt ekki fyrir mér ríða nakin á brott með elskuhuganum...hahhahahah

Nafnlaus sagði...

Mér finnst fótabúnaðurinn bara smart. Hefur þú sömu matar-og dútl gen og mamma þín? Kveðja til Norge frá okkur Bróa.