19.8.11

Er ég að verða gömul?

Hef heyrt að það fylgi háum aldri að tíminn fari allt í einu að líða svo ósköp hratt. Svei mér þá ég næ ekki að fylgjast með lengur, það var mánudagur í gær og svo er allt í einu föstudagur og komin tími til að blogga. Allt of fljótt finnst mér, er orðin eitthvað svo stuttorð í þessu bloggi mínu. Held að ég sé að detta í SMS fílinginn. Ég frétti það síðustu helgi að ég væri alræmd í minni norsku fjölskyldu fyrir stuttorð sms. Ég skrifa allta sem minnst og ef ég á að vera alveg hreinskilinn hélt ég að það væri eðli sms að vera stutt og hnitmiðað. Fékk sms um daginn frá systur JC þar sem hún spyr hvenær afmælið hans Baltasar yrði. Ég svaraði: 14.03 kl 16:00. Henni fannst þetta ósköp stutt. Hvað átti ég eiginlega að segja meira, ég svaraði því sem ég var spurð um? Mér finnst alltaf gott að fá stutt sms sjálfri, hefur maður eitthvað meira að segja hringir maður eða sendir mail og hana nú.

Annars verð ég að viðurkenna að afmæli sonarins gleymdist smá, skrifaði ekkert um það eiginlega í blogginu eða facebook. Minntist á það en lítið meira en það. Var bara svo gasalega æst yfir þessum tónleikum að allt fór bara í smá rugl en nú er ég búin að endurheimta sjálfa mig aftur og tókst að halda afmæli síðasta sunnudag fyrir fjölskylduna. Fyrsta skifti sem afi, amma og afi Jón eru í sama afmæli hjá okkur. Voða gaman fannst mér. Núna á sunnudaginn er eitt afmæli til, 13 galvaskir strákar ætla að snæða pizzu og hafa það gama saman - úti!! Skrifaði í boðskortið(sem var online kort og engin farin að fatta enn!!! þarf greinilega að hringja í fólk) að allir ættu að taka með föt eftir veðri því þetta væri útiafmæli. Um að gera að láta þetta lið viðra sig aðeins, þeir eru allir sem einn að drukna í tölvuleikjum og sjónvarpsglápi þessa dagana. Baltasar er heima allann daginn, búin að vera einn þessa vikuna og þá dettur hann í þessa óvirkni. Ferlegt alveg. Honum finnst eiginlega skemmtilegast að vera úti að leika sér en vinir hans eru ekki eins mikil útibörn og hann og þá endar þetta svona. Skil að honum finnist ekkert gaman að vera einn úti að leika sér.

jæja er maður ekki bara búin að finna enn eitt lag sem var alveg löngu gleymt. Svona gúdfílinglag fyrir þennan gráa föstudag. Hér þarf að hækka aðeins í tölvunni því þetta er greinilega smá gömul upptaka.Góða helgi.

2 ummæli:

ellen sagði...

Sammála thér, tíminn lídur allt of hratt, mér finnst fertugsafmaelid nálgast alveg á ógnarlegum hrada :)
gledilega helgi og góda skemmtun med strákaafmaelid :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég a goða vinkonu hér sem á þrjá syni. Hún á í vandræðum með þá því þeir vilja BARA vera í tölvuleikjum. Ef hún lokar á leikina þá verða þeir snar. Og er þetta barningur uppá hvern einn og einasta dag. Ekki gaman.
hafðu það gott:) p.s sammála,tíminn líður hratt.