7.10.11

Gengin upp að hnjám

Það var ekki lítið gengið í London. Og alveg ótrúlegt hvað krakkarnir létu sig hafa það. Við hjónin tökum sjaldnast strætó eða lestir þegar við heimsækjum höfuðborgir hér og þar um heiminn. Við löbbum nánast allt. Fyrir utan þetta labb þá heimsóttum við vaxmyndasafnið, fórum í slatta búðir, sáum höllina, sáum Baltasar detta á hausinn á handriði sem hann var að príla á, Baltasar og húsbandið fóru á fótbolltaleik og Queen söngleik og við mæðgur á Mamma mia. Mikið agalega þótti minni gaman. Hún var svooo spennt þegar við komum í leikhúsið að hún var alveg að springa og í lokin þegar allir stóðu upp og dönsuðu og sungu ætlaði hún alveg að tapa sér. Gaman að fara með henni í leikhús það er á tæru. Saga kann sko að hafa það gaman. Keyptum slatta af fötum á hana enda á hún afmæli eftir viku. Keypti ekkert handa sjálfri mér nema smákökudalla frá Fortnum and Mason(að vísu fullir af kökum!!). Var heilan dag á Oxfordstreet med dóttur minni en hún hafði ekki áhuga á að kíkja á neitt fullorðinsdót svo að ég sleppti því bara. En hei! Er að kaupa mér sumarbústað og það ætti að vera nóg í bili. Vill samt bara láta vita að ég keypti nánast allar jólagjafirnar svo ég er að verða búin. Jibbí.

Svo verður skrifað undir á eftir. Fáum afhent um mánaðarmótin og ætlum að gista þá sömu nótt. Agalega spennt!

Hér er eitt löngu gleymt lag. Man hreinlega ekki hvenær ég heyrði það síðast(fyrir utan rétt áðan :-D).



Gróða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

en frábært hvað ferðin heppnaðist vel og til lukku með bústaðinn :)
kv.Anna

Íris sagði...

það hefur greinilega verið stuð á ykkur

Nafnlaus sagði...

Flott að heyra hvað ferðin var mikil success og GRATULERER með hyttuna :-)
Klem frá Lier