11.3.11

Stiklað á stóru

-Enn sjór upp að hnjám og snjóaði allan daginn í gær. Taugaáfallið rétt handan við hornið.
-Var á námskeiði í gær um hvernig maður talar við barnið sitt um eigin fötlun. Áhugavert.
- Saga er að fara á "stefnumót" á sunnudaginn með Emil sínum. Bíó og út að borða á eftir. Ég verð fylgdarmær og sé til að allt fari vel fram.
-Ræddi blæðingar og dömubindi við Sögu á miðvikudaginn. Grunar að við þurfum að ræða þetta nokkru sinnum á komandi árum áður en þetta síast inn. Þema: Blæðingar eru ekki hættulegar og maður getur ekki dáið af þeim!
-Búin að kaupa miða til íslands í sumar, voða stutt stopp til að ná í einkasoninn sem ætlar að vera á Hornafirði í júní. Næ þó hátíðinni og vonandi einni fæðingu eða svo.
-Brjálað að gera í vinnunni,ekki tími í meiri skrif. Bless og góða helgi.

Eitt rólegt og gott í vikulok. Gæsahúð.

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Hef alla tíð verið mömmu minni þakklát að draga ekkert undan í þroskatalinu....gott hjá þér að byrja strax.Góða helgi.

ellen sagði...

gledilega helgi:)