25.11.11

Dottin í það.

Eða svona hér um bil. Jólaskapið það er að segja. Tók meira að segja smá forskot á sæluna og hengdi upp heimagerðu vitringana í gluggann minn í gær. Svo fííínt.

Fyrsta helgin heima í heilar 4 vikur. Komin með nóg í bili. Orðin smá leið á að mála allar helgar. En demit hvað það er orðið fínt í stofunni minni uppi í bústað.

Annars vill ég bara tilkynna að mér leiðis Shania Twain alveg óstjórnlega. Ásamt Celine Dion og Michael Bolton. Þau eru bara leiðinlegust. Svo leiðist mér líka að sofa í sokkum. Og fara til tannlæknis. Verð samt að viðurkenna að mér þykja tannlæknar leiðinlegri en Shania. Held að tannlæknar séu það versta sem ég veit. Ef þetta var ekki mikil speki fyrir ykkur að lesa þá veit ég ekki hvað.

Fyrir utan þetta þá gengur lífið bara sinn vanagang. Ekkert farið að bóla á snjó hér í landi sem fyrir mig er nátturulega algjör draumur en börnin aftur á móti farin að þrá snjóinn. Garðurinn enn grænn en það var nú smá frost hér í gær. Og þá meina ég hér heima hjá mér. Gatan mín er nefninlegasta kaldasta gatan í bæjarfélaginu. Í fyrra var orðin alhvít jörð hér í götunni og ekki neinstaðar annarstaðar. Það var eins og að keyra inn í allt annan heim að keyra inn í götuna mína. Sama í gær, hált og frost hér og rigning annarstaðar. Algjör kuldapollur sem ég bý í. Og ég sem er svo mikið fyrir kulda!

Jæja er ekki komin tími fyrir fyrsta jólalag ársins. Of snemma kannski. Veit ekki og er alveg sama. Finnst þetta svo fínt lag. Leiðinlegt myndband ef myndband skyldi kalla. En ég kann bara svo vel við hann Helga. Kannski afþví ég heiti Helga! Ha ha ha ha ha..........mí só fönní.Have a very nice weekend thank you very much!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

geturdu útskýrt thetta med heimagerdu vitringana... hvad er thad? Mér finns Shania fín bara ef madur tharf ekki ad horfa á myndböndin hennar (heitir thetta annars myndbönd ennthá)eda manninn hennar, med eindaemum ekki fallegur madur, vildi ekki segja ljótur ;) og tannlaeknar eru hraedilegir, bara med thví versta sem til er held ég! Svo hlakka ég til ad fá ad sjá myndir frá bústadnum ykkar hérna megin! Góda helgi og já ég elska thetta lag med honum Helga!
//Ellen saenska hálffraenkan

Íris sagði...

Ég er ekki dottin í það ennþá og ég kann ágætlega við tannlækna, sennilega svona mikill masókisti í mér hehehe. Hef enga skoðun á þessum tónlistarkonum og mönnum, samt skárra að hlusta en að horfa :)

Álfheiður sagði...

Sammála þessu með tannlæknana ... leiðinlegra fólk fyrirfinnst bara ekki á jarðríki. A.m.k. þegar þetta þarf að vera að pota eitthvað upp í mig.
Helgi er flottur ...
Kveðjur til ykkar!