11.11.11

Fraumkrappi!

Getur einhver sagt mér hvað fraumkrappi er?

Loksins skriðin saman og á leiðinni í aðra málningaferð. Annars bara allt fínt, veðrið bara gott og hef ekki yfir neinu að kvarta. Svona ef við lítum framhjá kreppum, gróðurhúsaáhrifum, stríðshrjáningum, fátækt og hungursneyð um víða veröld. En hefur það ekki alltaf verið svona? Lífið gengur upp og niður og stundum eru góðir tímar og stundum slæmir. Er allavegna fegin að ég var ekki uppi á svörtustu miðöldum. Held ekki að það hafi verið neinn dans á rósum heldur.

Annars fékk Saga langþráðan draum uppfylltan í gær. Hún fékk að fara til tannlæknis. Mikið var hún glöð. Þar ekki mikið að gleðja þessa elsku. Því miður grunar mig að þetta eigi allt eftir að enda með spöngum. Verður eins og mamma sín þegar hún var ung og fögur(ehem!). Með spangir, gleraugu og trúlega fær hún einhverjar bólur líka. En hún fær ekki stórt nef! Elska unglinga.

Jæja best að demba sér í tónlistina. Allir dansa núna.



Glóða helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gledilega helgi, vid erum med sama fína vedrid hérna megin líka :)

Ellen

Nafnlaus sagði...

fraumkrappi nei aldrei heyrt þetta orð. Afhverju spyrðu?
Saga verður bara sæt :)
Glóða helgi sömuleiðis :)
kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Fraumkrappi? ekki til í ísl.orðabók amk.ekki minni.
ertu að spila Fimbulfamb? töff orð.

Spangirnar hafa gert fallegt fólk fallegra svo þetta er ekki það versta. Gaman hvað hún er jákvæð gagnvart þessu það, er það besta.

Gangi ykkur vel í málningarvinnunni,gott að þú ert að skríða saman og getur tekið þátt í skemmtilegheitunum.
Góða helgi öll sömul kossar og knús í hús.kv Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

Spangir eru nefnilega flottar á sumu fólki, sérstaklega Sögum, með kærri kveðju frá okkur Bróa