18.2.11

Afsakið hlé..

en ég hafði ekki tíma til að skrifa síðasta föstudag. Ég hef eitthvað lítið að segja þessa dagana. Hér bara snóar og snjóar. Er alveg að fara á geði, orðin svo leið á vetri. Hér hefur veturinn verið næstum 2 mánuði lengur en venjulega og maður finnur fyrir því. Annars er mamma að koma hingað á Sunnudaginn og verður viku, það verður gaman að fá hana. Vetrarfrí hjá krökkunum og ég tek mér líka frí svo að við verðum hér heima að gera eitthvað skemmtilegt.

En eins og ég sagði, hef lítið að segja. Minn innri bloggari er í einhverjum dvala, skil það nú vel. Myndi gera það sjálf ef ég gæti. Vakna með vorinu. Vildi að ég væri björn.

Látum okkur dreyma um hlýrri tíma.Skemmtilega helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Væri sko alveg til í að skipta við þig hér er búinn að vera suddi í nær tvo mánuði, það er leiðinlegt veður.......

Skari bró

Íris sagði...

Njóttu mömmuvikunnar. Vona að snjóa fari að leysa hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Helga mín, njóttu mömmu í botn, og mundu að snjóa leysir bráðum með kveðju frá okkur Bróa.

ellen sagði...

elska yfirleitt veturinn en er alveg komin med nóg í ár!! Vid vorum á skídum í sídustu viku á Spáni og endudum ferdina á 2 dögum í Malaga thar var naestum 20 stiga hiti og vid gátum bordad kvöldmat úti, ég naestum grét thegar vid lögdum af stad heim....