Ég er búin að fara á gönguskíði 3 helgar í röð. Ef það er ekki norskt þá veit ég ekki hvað. Í 2 skifti hef ég meira að segja farið ein með Sögu. Er mér viðbjargandi? Getur verið að vetrarhatandi manneskjan ég er farin að sjá ágæti þess að líða áfram(á jafnsléttu) með skíði og njóta vetrarins. Á jafnsléttu tek ég samt fram, ég er ekki alveg komin í gírinn í brekkunum. Saga hefur þurft að horfa upp á mömmu sína detta,fyrst á jafnsléttu og svo niður brekku. Sem betur fer er hún ekki orðin það mikil gelgja að henni finnst þetta pínlegt. Ég er búin að finna þennan ljómandi góða staðinn að fara á gönguskíði. Aðeins 3. mín keyrsla, allt flatt nema lítil brekka sem ég vel að ganga upp í staðin fyrir að renna niður, svo gasalega gott fyrir rassvöðvana. Á þessu svæði úir og grúir af allskonar útlendingum, sómölum, asíufólki og aröbum og svo mér. Þetta er greinilega innflytjendaskíðasvæðið. Ég er alls ekki léleg samanborið við mikið af þessu fólki - er greinilega á heimavelli. Finnst svo leiðinlegt að vera alltaf lélegust þegar ég fer á skíði meðal norðmanna. Nei þarna verð ég, alsæl með minn hreim og vöntun á hæfileikum að halda mér uppréttri í brekku og BEST!
Annars er mamma í heimsókn, búnar að fara til Osló og kíkja í búðir, aðeins meiri búðir og svo bíó. Já ég fór að sjá fullorðinsmynd til tilbreytingar í bíó, The black swan. Engin smá fullorðinsmynd það. Mér leið illa í fleiri tíma á eftir. Dem hvað hún var sálfræðilega skerí.
Jæja hvað er hægt að bjóða upp á þennan föstudaginn? Jú hvað annað en þetta eldgamla lag. Lítið stuðlag en gaman að sjá það og heyra engu að síður.
Góða helgi.
4 ummæli:
Nú gerðir þú mér bilt við! Ég hélt sem snöggvast að þú værir að meina þetta en það eru engir nema alvöru Íslendingar sem láta sig hafa það að þramma um á gönguskíðum, BARA til þess að hafa flottan rass! Þú ert greinilega ennþá íslensk:)
Kveðja Arna Ósk
Norðmaður eður ei-þú ert bara töff:)
Flott hjá þér, um að gera að nýta þennan snjó í eitthvað annað en að láta hann gera mann brjálaðan. Kannski ég eigi eftir að stíga á skíði, jesús minn.
ha ha ha madur tharf ekkert endilega ad elska veturinn og snjóinn eh thegar madur tharf ad lifa vid thetta í fleiri mánudi á ári eins og er búid ad vera hjá okkur sídustu árin er eins gott ad bara nota sér hann í stadinn og fá flottann rass :)
Skrifa ummæli