15.4.11

Smekkleysa

í gærkvöldi fór ég út að þvælast í götunni minni íklædd rauðum gúmmístígvélum, fjólublá doppóttum náttbuxum, skærgrænum flísjakka og með handklæði á höfðinu. Veit ekki alveg hvað nágranni minn hefur haldið en honum þótti ég trúlega allt annað en sexí. Hann komst allavegna að því að ég er ekki ein af þessum nágrannakonum sem á háhælaða inniskó með dúsk, silkislopp og léttan innikjól. Ég er meiri týpan að ganga um akkúrat svona, held að hefði ég verið fullorðin nokkrum áratugum fyrr hefði ég eflaust átt eldhús slopp eða hvað þeir nú kölluðust. Svo déskoti praktískir. Stundum fer ég svona útí búð en sleppi þá handklæðinu. Finnst það aðeins of hómí. Annars er ég búin að komast að því að ég er orðin pjattaðri með aldrinum(móður minni trúlega til mikillar ánægju). Ég fer sjaldnar út í búð á náttbuksunum og er að jöfnu betur til höfð í svoleiðis skreppi en áður fyrr. Ekki það að ég punti mig neitt en er ekki alveg eins og dregin upp úr draug. Hef illan grun um að þetta sé eitthvað sem fylgir aldrinum.

Dæmi um vöntun á pjattgeni. Saga var á snyrtinámskeiði um daginn með fullt af öðrum downs stelpum. Ég var beðin um að hjálpa til, átti að naglalakka stelpurnar. Þegar ég var búin að naglalakka eina spurði ég hinar mömmurnar hvort væri ekki einhver mamman sem notaði naglalakk gæti gert þetta fyrir mig. Ég nota aldrei svoleiðis og hef aldrei gert og er alveg eins og 5 ára þegar ég er að naglalakka aðra og sjálfa mig líka. Stelpugreyið hefði alveg gert þetta jafn vel sjálf. Ein stelpa sem ljótt lakkaðar eldrauðar neglur og svolítið í kring líka og allar hinar svo fínar. Ekki gott. Ég á að vísu eitt eldrautt naglalakk. Hef notað það einu sinni og þá var það húsbandið sem naglalakkaði mig!! Ég ætti kannski ekki að segja frá þessu?

jæja held barasta að vorið sé komið til að vera þó það sé ekki orðið neitt sérstaklega hlýtt úti. Laukarnir mínir eru allavegna komnir upp og aðeins farið að springa út. Helgin verður tekin í að þrífa glugga, pallinn og útihúsgögnin og grillið tekið út. Verð í Svíþjóð næsta föstudag svo að ég sleppi því að blogga þá vikuna. Skjáumst næst eftir 2 vikur.

Jei beibí lets dens.



Fróða helgi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefði gjarnan vilja sjá þig og nágarnann. Hjúkk þú ert ekki með strípihneigð :-) Bestu kveðjur til þín og þinna, góða skemmtun í svíaveldi mín kæra.

kv Guðbjörg

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú ert bara eðlileg:)

Nafnlaus sagði...

Segi eins og dóttlan mín, en spyr samt: Eru til svona inniháhælaskór með dúski?! Djö.... væri til í að eiga eina slíka, ha ha með kærri í kotið frá okkur Bróa.

Íris sagði...

Mér finnst þetta töff búnaður sem þú notar til að spranga um í götunni þinni ;) Ég stoppaði aðeins í Osló í gær og þar tók á móti okkur yndislegt veður.

Nafnlaus sagði...

Þú ert yndisleg alveg :)
Like á þetta með naglalakkið.

Kv Ólöf