1.4.11

It´s alive!

Ekki dauð úr öllum æðum enn. Var of upptekin við að sjoppa og skemmta mér til að geta bloggað síðasta föstudag. Ég var í bænum frá kl 10-1615 á föstudeginum og settist niður í heilar 10 mínutur á því tímabilinu til að gadda í mig einni langloku. Laugarvegurinn var tekin í bak og fyrir og kringlan líka á þessum degi. Var ofur effektív í þessum verslunarleiðangri og náði þar af leiðandi góðum tíma með vinkonum. Fyrst var tekin smá kvennó hittingur á föstudagskvöldin og svo heill dagur með þeim að austan. Það var nátturulega algjör snilld að taka svona dag. Byrjuðum laugardaginn á Zumba tíma og strax á eftir var farið í Spa. Hádegisverður snæddur niður í bæ, að vísu um miðjan dag. Spa-ið tók lengri tíma en áætlað eins og við má að búast þegar svona margar hressar konur eru mættar á sama stað. Svo var kíkt í búðir saman og endað á dinner heima hjá Hönnu Siggu með tapas, boblum og miklu hlæ hlæ. Hressandi fyrir sálina að fara í svona ferð. Ég keypti mér margar fínar afmælisgjafir,þar á meðal útivistarfatnað frá stelpunum og hring og hálsmen frá ömmu. Nú og svo 2 pör af skóm. Amm, skó er alltaf gaman að kaupa á íslandi. Ekki afþví þeir eru svo ódýrir en afþví þeir eru svo smart.

Er semsagt orðin vel skóuð fyrir vorið og bíð bara spennt eftir að það komi. Snjóaði í allan f.... gærdag. Er orðin svo ÞREYTT á þessum vetri að ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég meina það, þetta er lengsti vetur sem ég hef lifað. Búið að vera snjór í 6 mánuði. Það er allt annað en mannbætandi fyrir sálina.

Jæja best að fara að vinna. Eitt stuðlag í tilefni dagsins.



Góða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hættu þessu væli Helga mín, það er æði með snjó og mikið af honum :-)
Skelltu bara á þig skíðunum ;-)
Góða helgi
Klem

Nafnlaus sagði...

Djö.. stuð hefur verið hjá ykkur.
Vona að snjórinn fari að bráðna.
kv Íris Gíslad

ellen sagði...

vá frábaer ferd greinilega, ég aetla til Íslands í haust og halda upp á fertugsafmaelid mitt med gömlu bekkjarvinkonunum frá Mývatnssveit, vid vorum alveg fimm í bekk thar svo ekki erfitt ad smala saman fólki :)Er svo á leidinni til Osló á föstudaginn og verd um helgina, vid verdum med konsert á laugardags eftimiddaginn ef thú hefur áhuga, sem sagt 5 íslenskir kórar sem koma saman :)Og ertu ad segja mér ad ég verdi ad koma í vetrarfötunum mínum??