28.1.11

Morning

Klukkan er 7 um morgun. Pabbinn smyr nesti, mamman er að ljúka listaverkinu í baðherberginu(eigin andliti) og unglingarnir sitja og borða morgunmat. Útvarpið er á en samt sem áður sitja unglingarnir með sitt hvorn iPodin og hlusta á eigin tónlist. Bíddu nú hæg, þetta eru ekki unglingar. Þau eru bara 9 og 11 ára og eru börnin mín. Hvað er eiginlega að gerast ?? Ja ekki veit ég, en eitt veit ég og það er að börnum mínum þykir alveg einstaklega vænt um iPodin sín. Saga fékk sinn í afmælisgjöf í haust og hún er enn að þakka mér fyrir þessa bestu gjöf sem hún hefur nokkru sinni fengið - gerir það nánasgt daglega. Þau sofa með þetta í eyrunum og vakna með þetta í eyrunum og syngja bæði hástöfum. Og talandi um að syngja, Dissimilis ætlar að byrja með barnakór og við vorum spurð hvort Saga hefði áhuga á að prufa sig þar. Jú mikil ósköp sagði ég, þekki enga manneskju sem hefur meiri gaman af að syngja en hún. En það verður að viðurkennast að laglausari barn hef ég sjaldan hitt!! En við ætlum að prófa samt. Baltasar er búin að skrá sig í drama í skólanum og syngur nátturulega eins og engill og mamma sín.

Annars er vitlausa eldhúsið komið upp, borðplöturnar koma í dag og á morgun byrjar húsfreyjan að skipuleggja og setja inn í skápana. Já húsfreyjan segi ég því húsbandið fær ekki að koma nálægt þessari skipulagningu. Hér ræð ég ríkjum. Hann má þó hjálpa að setja inn í skápana. En ansi verður þetta fínt. Svo miklu rýmra og praktískara. Húsbandið sagði í gær að nú mætti ekki koma neinn vondur matur úr þessu fína eldhúsi. Hvað meinarðu maður, er ég vön að elda svona vondan mat spurði ég. Hann varð hálf bjánalegur. Ég ákvað að fyrirgefa honum, var örugglega bara enn að jafna sig á ferðalaginu mikla. Annars fékk ég nú smá plástur á sárið þegar hann sagði mér að hann hefði engann tíma til að skoða neitt í Barcelona, það var skítkallt og fékk ekkert sérstakan mat. Var aðalega borðað á steikhúsum og við erum lítið steikarfólk. Hi hi, gott á hann.

Hendi inn hér einu klassísku íslensku.Gísli Eiríkur helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bíð spennt eftir myndum af nýja eldhúsinu. Á ég ekki að hafa áhyggjur þegar minn 7 ára biður um að fá ipod?
kv. Íris Gíslad

ellen sagði...

Gledilega helgi :)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Eyjólfi þykir hann vera halló eða eiga halló mömmu því hann er að ég held sá eini í bekknum sem ekki á sína eigin tölvu,i-pod eða DS (tölvuspil?)...
en ég hlakka til að sjá myndir af nýja eldhúsinu. Hafið það gott.

Nafnlaus sagði...

alltaf gaman að fá nýtt eldhús. Núna væri ég samt meira til í nýtt hús ekki bara nýtt eldhús :) en það er ekki alvega að fara að gerast. Góða helgi mín kæra. kv.Anna