21.1.11

Drasl.no


Nýja eldhúsiðSvona lifum við þessa dagana.

Eins og það sé ekki nóg að allt sé á hvolfi, ég var nátturulega farin að hlakka mikið til að fá nýtt eldhús. Komst að því í gær þegar var búin að fylla stofuna mína af elhúsinu að þetta er vitlaust eldhús!! Já við höfum fengið vitlausa neðri skápa eða skúffufronta til að vera nákvæm. Varð létt pirruð. Svo er rafvirkinn veikur og kemur ekki fyrr en á mánudaginn, sama dag og á að setja upp þetta vitlausa eldhús. Búið að vera svo mikið rugl á dömunni sem við pöntuðum af. Við höfðum t.d alveg í byrjun pantað svona innstungusúlu sem við svo afpöntuðum og hún sendi okkur meil og staðfesti að hún væri búin að taka það úr pöntununni. Hvað fáum við svo í gær, tvær súlur!!! OG VITLAUST ELDHÚS. Nei það á ekki af mér að ganga.GRRR frekar pirruð núna. Góða helgi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oj barasta! Kærust frá okkur Bróa

Aldís sagði...

Gvöööööð hvað ég skil að þú sért nett pirruð á þessu rugli. Eins og það sé ekki nóg að þurfa að lifa með allt útum allt en svo að líka að þurfa að standa í svona bulli .... þá er bara eitt að gera ... áttu ekki aðra svona flotta tösku eins og þú varst með í afmælinu ;-) tæmdu úr henni ;-)
Klem vinkona

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég væri pirruð líka!Þú átt alla mína samúð.Gangi ykkur vel.Hlakka til að sjá myndir af rétta eldhúsinu.

Nafnlaus sagði...

Ég varð nett pirruð þér til samlætis við lestur þessa pistils ;) Hlakka til að sjá myndir af nýja eldhúsinu með réttum skúffufrontum
kv Íris Gíslad