9.12.11

Jóla fær smjör.

Haldið þið ekki að Jóla sé komin með smjör í hús svo að á morgun hefst jólabaksturinn af fullum krafti. Maður gæti nú haldið að Jóla ætlaði að baka margar sortir en nei eiginlega ekki. En þær sem verða bakaðar eru fastir liðir og engin jól án þeirra. Ætla að baka Hákonarkökurnar sem er að finna hérna og svo þessar venjulegu. Þið vitið, súkkulaðibitakökurnar. Svo ætla Jóla að baka danska hungangsköku - Christiansfeld honningkage sem er ægilega góð.Hún lítur svona út:Kannski verður bakað meira. Fer eftir jólaskapinu. Og veðri. Húsbandið keypti piparkökudeig þrátt fyrir að ég var búin að segja í fyrra að svoleiðis bakstri nennti ég ekki lengur. Voða lítið gaman að baka með krökkunum. Þeim finnst það gaman í svona 5 piparkökur og svo vilja þau helst fara að gera eitthvað annað. Hef ekkert gaman af að hygge mig með fúlum krökkum sem finnst leiðinlegt að baka piparkökur. Vill frekar gera eitthvað með þeim sem þeim finnst skemmtilegt. Eins og að borða piparkökur!! Svo að nú ætlar semsagt húsbandið að baka piparkökur, og þau fá að borða þær og ég horfi á alsæl. Góður díll.

Annars jólatónleikar með Dissimilis þessa helgina. Við eigum að taka með okkur jésúbarnið, sem í ár eins og í fyrra er ber baby born dúkka í koddaveri! Það átti líka að vera nemendasýning í dansinum hjá Baltasar en hann vildi frekar fara í hytteferð á skíði með vini sínum og við ákváðum að leifa honum að ráða því. Búin að bíða svo lengi eftir snjónum og ætlar ekki að halda áfram í dansi eftir jól, vill gera tíma fyrir skíðaiðkun.

Og haldið þið ekki að Jóla hafi búið til jólakort í gær. Gerði heil 5 jólakort sem eru bara svona ægilega fín. Hendi kannski inn myndum af þeim næst. Vissi ekki að það fyndist svona margt sniðugt föndurdót og föndurvélar. Það er sko ekki málið að gera eitthvað fínt þegar maður á vinkonu sem á svona mikið af fínu föndur hinu og þessu.

Held áfram þessu jólastússi með þessu jólalagi sem mér finnst skemmtilegt.Jól on.

p.s ef það vefst fyrir einhverjum hver þessi Jóla eiginlega er þá er það ég;-D

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála þér með piparkökurnar Jóla mín. Hér á þessu heimili eru mörg ár síðan ég hætti að nenna að baka piparkökur. Nú kaupi ég þær bara tilbúnar og allir eru glaðir :) Jólakveðja í þitt jólahús!
Kv. Arna Ósk

Nafnlaus sagði...

Sæl Jóla mín, nú langar mig að biðja þig að gera mér greiða og það er uppskriftin að Hunangskökunni. Jólakveðja frá mér til ykkar, kv. Guðný Svavarsd.