10.6.11

Blessuð börnin

Las um daginn grein sem mig grunar var í Eystrahorni og fjallaði um að fótbolta leikmennirnir í Sindra eyddu heillöngum tíma fyrir framan spegilinn áður en þeir ffæru á völlin að spila leik. Man svo sem ekki hvaða aldurshópur þetta var en grunar að hér hafi verið um unglinga að ræða. Það er svo sem ekkert óeðlilegt, maður var yfir meðallagi upptekin af útlitinu á þeim aldrinum en man samt ekki að ég hafi verið neitt sérstaklega stressuð yfir að ekki líta vel út í íþróttum. Og þetta væri svo sem í lagi ef þessi útlitsdýrkun væri einskorðuð við þennan aldurshóp en það er bara ekki svo. Var að tala við kollega minn í Svíþjóð í gær og hann á son sem er 11 ára. Alveg sama saga, drengirnir eyða nánast lengri tíma fyrir framan spegilinn áður en þeir fara á völlin en að tala við þjálfarann og hvorn annan og peppa sig upp fyrir leikinn. Peppið er greinilega það að öll hárstrá þurfa að vera á sínum stað, ekkert kjaftæði þar. Sé sama tendens hjá syni mínum sem er 10 ára, ekki alltaf vilji fyrir hendi að nota hjólahjálm því það eyðileggur hárið!!! Ó MÆ GOD hvað er að þessu liði.

Hér úti eru margir sem blogga, vinsælt fyrirbæri er svokallaðir bleikir bloggarar sem eru ungar stelpur(13-18) sem bara blogga um föt, útlit,tísku og annað jafn mikilvægt. Þetta les svo stór hópur 10 ára krakka sem eru EKKI orðnir unglingar en greinilega eru í miklum flýti að verða það og taka svo eftir þessu og allt í einu er útlit orðið það mikilvægasta í heiminum. Ég geri mér fullkomna grein fyrir að útlit hefur alltaf verið mikilvægt hjá unglingum en núna er þetta bara farið að færast svo langt niður í aldur að mér finnst það hálf skerí. Krakkar um 9-10 ára sem eru hætt að leika sér með dót því það er svo barnalegt og eyða tímanum í staðinn í tölvuleikjum eins og moviestarplanet og topmodel. Og foreldrar sem kaupa unglingaföt handa stelpunum sínum þó þær séu bara 8 ára. Ég veit ekki alveg hvað maður á að gera til að reyna að sporna við þessu, grunar að það sé frekar erfitt. Ekki er hægt að senda öll börn til Indlands og sjá hvernig hinn helmingurin lifir.

Hér eru líka alveg dæmalaust heimskir sjónvarpsþættir þar sem útlitsdýrkun og heimska er í fyrirrúmi. Hið svokallaða reality TV þar sem hópur af ungu fólki fer í eitthvað stórt einbýlishús með sundlaug og svo drekka þau sig full,ganga um í sundfötum alla daginn brún og glansandi, ríða og láta eins og hálvitar og svo verða þau fræg. Það er nefninlegla nýjasta atvinnugreinin - frægð. Stór hópur barna í dag svarar að þau ætli að verða fræg þegar maður spyr hvað þau ætla að verða þegar þau verða stór. Og það versta við þetta allt að það er frekar auðvelt að verða frægur, allavegna í stutta stund. Bara koma þér inn á einhvern reality þátt, láta eins og fordekraður hálfviti með flott hár og hvítar tennur og vupsi þá er maður orðin frægur. Martröð allra mæðra í Noregi er að börnin þeirra sæki um þáttöku í svona þætti þegar þau eru orðin 18 ára. Myndi hreinlega ganga í sjóinn. Þetta unga fólk sem er mest upptekið af útliti frá barnsaldri á eftir að erfa jörðina einn góðan veðurdag. Hversu skerí er það. Vona að foreldrar reyni að sjá til þess að þessi blessuð börn fái með sér einhver gildi sem eru mikilvægara en hár og föt svo að maður þurfi ekki að kaupa sér geimferð á gamalsaldri til að sleppa við að lifa í samfélagi þar sem fólk kannski verður skotið ef það er með ljótt hár eða gular tennur. Nei segi bara svona!! Jæja þetta var tuð dagsins.

Einkasonurinn komin til Íslands. Og það var nú ekki svo auðvelt. Það er orðið alveg hræðilegt að fljúga til gamla landsins orðir, annaðhvort eru seinkanir vegna ösku eða verkfalls. Vélin héðan var næstum 3 tíma eftir áætlun svo að plönin um að keyra alla leiðina austur var breytt og gistu þeir feðgar á Eddu hótelinu í Vík. Afsláttur og allt!

Hver man ekki eftir þessu?Góða helgi

3 ummæli:

Íris sagði...

Svo sammála þér, útlitsdýrkunin er orðin yfirgengileg og það er skömm að því. Hvernig líf er það að vera 10 ára og þora varla út úr húsi því þú ert hrædd um að vera ekki nógu hipp og kúl og sæt og það allt. Ojbara ekki gott.

Nafnlaus sagði...

Ok þetta með hjólahjálmana og hárið segir mér allt sem ég þurfti að vita.
Já þetta áhugamál útlit er skerí - held að foreldrar séu ansi góðir í að leyfa hluti og taka þátt í vitleysunni. Ég hef á tilfinningunni að sumar mömmur hér séu uppteknari af fötum dætra sinna en uppeldinu á þeim.
Kveðja, Mútta

Nafnlaus sagði...

Sammála þér með hugleiðingar þínar um útlitið, þetta er ekki í lagi...en sem betur fer eru nú ekki allir krakkar svona langt leiddir í útlitsdýrkun, tek undir þetta hjá mömmu þinni, það eru uppalendur sem styðja við og taka þátt í að ýta undir þessa hegðun í stað þess að styrkja sjálfstraust og sjálfstæði á annan og heilbrigðari máta.
By the way stopparðu eitthvað í RVK áður en þið familian haldið út á vit ævintýra suðrænna landa? Endilega láttu heyra í þér.
Knús Berglind