2.12.08

2. des


Ég er nú ekki hrifin af rauðvíni en í desember fæ ég mér stundum glögg því mér finnst það svo jólalegt. Þarf svo sem ekkert að vera áfeng en hér er samt uppskrift af jólaglögg með áfengi því ég er nú svo mikill auli að óafengu glöggina kaupi ég nú bara í kartoni!

Jólaglögg
  • Áfeng 1 flaska rauðvín

  • 1 appelsína

  • 15 - 20 negulnaglar

  • 1/2 vanillustöng

  • 1 dl sykur
  • Hellið víninu í pott. Stingið negulnöglunum í appelsínuna og leggið í pottinn og látið malla um stund. Bragðbætið með vanillu og sykri. Glöggin er best rjúkandi heit. Mér finnst gott að setja möndlur og rúsínur útí og svo er ómissandi að gæða sér á piparkökum með.Mest afþví það er svo jólalegt.

    Skjáumst á morgun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já mér finnst lyktin miklu betri en bragdid af jólaglögginu, en thetta er ómissandi í desember :)