16.12.08

16. desember

Hefur einhver séð jólaköttinn í ár? Hann er svo sannalega búin að breyta um útlit enda verður hann að gera það á þessum síðustu og verstu tímum. Útlitið skiftir fólk meira og meira máli. Það er þessvegna að það finnast ekki 55 ára hrukkóttar konur í Hollywood. En blessaður kötturinn getur samt ekki alveg falið sinn innri mann. Ég sé sko alveg hvað hann er fúll á móti á þessari mynd þrátt fyrir hreinan og hvítan pels(strípur held ég að þetta séu) og svo hefur hann puntað sig í jólaföt prakkarinn. Eins gott að jólasveinninn gefur börnunum mínum peysu í skóinn um helgina. "Hvernig veit hún það" ertu að hugsa núna, hvernig getur hún vitað hvað jólasveinninn gefur í skóinn. Það er leyndó skal ég þér segja.Bara milli mín og jóla.Jól on! Mjá.

Engin ummæli: