9.12.08

9. Desember

Rúsínukökur handa ykkur rúsínurnar mínar.

Bakaði þessar í fyrra og þær voru alveg geggjaðar. Bakaði þær aftur núna og smakkast jafn vel. I fyrra voru þær samt seigari, veit ekki afhverju en eru samt jafn bragðgóðar,seigar eða ekki seigar.

2 bollar haframjöl
2 1/2 bolli hveiti
2 bollar sykur
1 bolli smjörlíki
1 tesk. natron
1/2 tesk. salt
1 bolli saxaðar rúsínur
2 egg

Hveitinu og natróni sáldrað, þar í blandað haframjöli og salti. Smjörlíki mulið í og rúsínur settar út í, vætt í með eggjunum. Hnoðað þar til deigið er jafnt. Rúllað í lengjur, sem skornar eru í jafna bita, sem rúllaðir eru í kúlur og pressaðar flatar milli handanna. Settar á plötu og bakaðar ljósbrúnar.

Enjoy!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður verður nú að prófa þessa