13.1.12

Gleðilegt ár


Búin að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggja niður þetta blogg. Grunar að ekki svo margir komi við hér lengur. En svo komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta blogg er mín íslensku æfing og ætla því að halda áfram í einhverja stund. Svo verð ég nú að viðurkenna að mér finnst alltaf smá gaman að finna föstudagslagið.

Allavegna þá er komið nýtt ár og ég og mín fjölskylda áttum ósköp róleg og notaleg jól og áramót hér heima. Ekker stuð á okkur, fór meira að segja að sofa 0030 á gamlárs!! Ég þurfti bara á því að halda að slappa af. Fór nú svo að ég át á mig gat yfir jólin og sem betur fer fékk ég ælupest í vikunni svo að eitthvað af aukakílóunum er farið;-)

Án gríns þá var síðasta helgi með þeim óskemmtilegri lengi. Byrjaði á því að Saga vaknaði aðfara nótt laugardags með tæming úr öllum götum. Sem betur fer fékk ég að sofa en tók við um morgunin þegar húsbandið keyrði bústaðar-stofuhúsgögnin í sumarbústaðinn. Ég þreif og skeindi og skolaði og sturtaði og skúraði og skifti og meira til allann laugardaginn. Grunaði strax þá að ég yrði líka veik. Sunnudags seinnipart kom sonurinn heim grátandi úr afmæli búin að æla 2 sinnum þar. Hann var ekki sendur tilbaka þangað. Hann hélt áfram út á nótt og um það bil sem hann var hættur byrjaði ég. Sama morgun húsbandið svo að mánudaginn vorum við öll saman heima. Með hita líka og beinverki og bara ömurlegheit. Ég segi það satt að svona veikindi ættu að vera bönnuð fullorðnu fólki. Kræst hvað maður er bara ekki að þola svona lengur.

En núna eru allir orðnir meira eða minna frískir og við hjónin erum á leið upp í bústað til að setja stofuhúsgögnin á sinn stað og byrja á undirbúningi fyrir málningarvinnu í ganginum. Þið vitið gangurinn með rauða gólfinu. Verð að gera eitthvað við þetta gólf, gangurinn á eftir að líta út eins og jólasleikjó þegar veggirnir verða orðnir hvítir!

Jæja var þetta bara ekki betra en ekkert?? Endilega kvitta hjá mér núna svo að ég viti hvort einhver komi hingað inn.

Er búin að taka ákvörðun um að fyrstu mánuði ársins ætla ég að gerast þjóðleg og bara finna íslensk gömul lög. Lög sem maður var búin að gleyma. Lög sem kannski eru betur gleymd en geymd og svo þessi góðu sem maður verður að hlusta á öðru hverju. Er það ekki gaman? Það er að vísu frekar lítið til að almennilegum videoum á þessum gömlu lögum en það verður bara að hafa það.

Hér er eitt alveg klassískt. Lovit.Góða helgi.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Detta alltaf annað slagið hér inn og finnst alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Viðurkenni að í öllu þessu lestrarflóði á Netinu þá gleymi ég þessu mjög oft og finnst því gott þegar þú minnir á þig á Fésinu;)
Þú ert skemmtilegur penni og hefur skemmtilega sýn á lífið. Áfram Helga :)
kv Ólöf B

Nafnlaus sagði...

Les alltaf
Kv. Skari bró

Álfheiður sagði...

Reglulegar heimsóknir frá mér ... lagið hreint út sagt dásamlegt ... uppáhalds síðan það vann þarna um árið!

Aldís Mortensen sagði...

Vá hvað ég er fegin að við hlupum út þegar sjúklingur nr.2 kom heim.
En þetta er kvitt, ég kem ennþá við hérna ;-) gaman að lesa bloggið þitt enda góður penni hér á ferð :)
Klem frá fjarlægt, tek enga hættu á smiti ;)

Nafnlaus sagði...

Reyni að kíkja alltaf við á föstudögum!

Kv. Arna Ósk

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er fegin að þú ætlir að blogga áfram því ég hef mjög gaman af skrifunum þínum. Takk fyrir og gott að heyra að þið séuð orðin frísk.

Íris sagði...

Ég man næstum alltaf eftir þér á föstudögum. Hlakka til að hlusta á íslensku lögin hér næstu föstudaga.

Nafnlaus sagði...

Ekki hætta að blogga Helga mín - Ég les alltaf og hef gaman af.
kv, Mútta

Nafnlaus sagði...

Elsku "eggala" mín ég les alltaf, og kvitta oftast fyrir kaffið. Líði ykkur sem best með kærri frá okkur Bróa

Nafnlaus sagði...

kíkji reglulega inn, alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fá að fylgjast með ykkur :) en kvitta aldrei

Nafnlaus sagði...

heheh, gleymdi að setja nafnið mitt, kv.Hanna Sigga