26.2.10

Er ekki komin tími á smá uppskrift.Grunar að það séu ár og aldir síðan ég var með eitthvað matarkyns hér á blogginu. Þessa uppskrift rakst ég á á einhverju bloggi í fyrra og hef eldað nokkru sinnum. Tilvalið á brunsj borðið eða sem hádegisverður með góðu salati. Og áttu ekki kjúkling geturðu notað skinku eða bacon eða bara ekki kjöt og brokkólí í staðinn.
Það er það sem er svo brilljant við þessa uppskrift. Maður eldar hana aldrei eins en alltaf gott.

Kjúklinga og hnettu múffupæ.

1 rif hakkaður Hvítlaukur
1 kjúklingabringa í litlum bitum
salt+pipar

Þetta tvent er steikt saman og látið kólna

1 stór Tómatur.

Skorin í litla bita en þetta fljótandi inní tómatnum er ekki látið með.

3 stór egg
1 1/2 bolli mjólk
3/4 bolli hveiti
1 bolli sterkur ostur að eigin vali

2/3 bolli gróft hakkaðar hnetur af eigin vali(ég hef notað valhnetur eða hesilhnetur)
Ferskar kryddjurtir(það sem þú átt) ég hef notað steinselju.


Egg og mjólk blandað vel saman og hveiti bætt út í og blandað saman vel. Saltað og piprað.Osti bætt út í og svo Tómatnum, kjúllanum, hnetum og kryddjurtum.

Muffinsmót(sjá mynd) eru smurð með olíu og gumsinu hellt út í. Bakað við ca 220 gráður í 25-30 mín. Fer eftur stærð formana.Annars bara allt við það sama sem þýðir ekki bora að gerast þessa dagana. Engar fréttir eru góðar fréttir.

Er einhver ástæða að spila eitthvað nýtt hérna? Nei held, ef þú vilt nýja tónlist hlustaðu á útvarpið. Hér erum við í gamla fílingnum.Glóða helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar ansi girnilega, fer nú að bjalla í þig systa! Skari bró

Nafnlaus sagði...

mínar eru í ofninum..... ég gerdi mínar úr glútenfríu hveiti og med sólrósarfraejum í stadinn fyrir hnetur fyrir ofnaemislidid hérna í Sverige ;) laet thig vita hvernig mínar urdu og endilega komdu med fleiri uppskriftir :)
//ellen