19.2.10

Góðan og blessaðan daginn.

Afhverju þarf ég alltaf að pissa þegar ég græt? Og er ég eina manneskjan í heiminum sem frekar horfir á gamla Friends þætti en að horfa á OL? Og finnst engin lækning við gráum hárum? Og afhverju fitna konur á vissum aldri. Og hvernig stendur á því að stjórnmálamenn þurfa alltaf að rífas, afhverju geta þeir ekki verið vinir eins og hin dýrin í skóginum. Er líf á öðrum hnöttum? Og er það alveg öruggt að spaðarnir liggi andvaka meðan laufin sofa? Veit þetta einhver?

Annars bara ekki neitt að frétta. Snjór og hálsbólga eru lykilorð dagsins. Hef þetta stutt og laggott í dag.

Er ekki komin tími á smá kvikmyndatónlist. Sá þessa mynd ekki nema skrilljónsinnum og skemmti mér alltaf jafn vel. Kannski ekki alveg í sink en njóttu engu að síður.Góða helgi.

4 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hef ekki horft á OL,horfi frekar á Gilmore Girls.

ellen sagði...

ha ha ha kannast ekkert vid thetta med grátinn, en sú eina stöd vid vorum med á Ìtalíu var thýsk euro sport sem sýndi bara OS... thá vil ég frekar gamla friends thaetti takk, annars komum vid heim ídag ad enn meiri snjó en thegar vid fórum,núna finnst mér alveg nóg komid af snjó, hvernig er hjá ykkur?

Nafnlaus sagði...

nú erum við að tala saman..frábært lag :)kv.Anna

Íris Gísladóttir sagði...

þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör