26.9.08

Hæverskan ein!

Þið sem lesið þetta blogg, hafið þið hugsað um hvað þið eruð stálheppin að fá smá sáluhjálp í boði "yours truly" með aðstoð fráYoutube.com á hverjum föstudegi? Hvað er betra en að byrja helgina með góðri tónlist fyrir framan tölvuna. Takið andan djúpt og lokið augunum og íhugið í nokkrar mínútur hvað ég er með góðan tónlistarsmekk.Ég er bara bestust enda varla hægt að búast við öðru frá eins hæfileikraríkri mannseskju eins og mér!! OMG hvað ég er frábær(og fyndin)! Blink blink - nú er þetta andartak fortíð ein og við snúum okkur að allt öðru.

Ísland í dag. Ég horfi oft á Kompás á netinu og hlusta á Bylgjuna daglega og ég verð að viðurkenna að mér stendur nú bara ekki á sama um ástandið í RVK þessa dagana. Vá hvað er mikið vont í gangi í höfuðborg landsins. Er það þessvegna að utanbæjarfólk kallar Reykjavík "Borg óttans"? Ég skil að fólk sé svartsýnt í dag, fólk er það líka hér en kannski í minna mæli en það er enginn afsökun fyrir svona ömurlegheitum eins og eru í gangi.Eins og fréttin með þennan handrukkara sem ekki var handtekin eftir að hafa ráðist í skrokk á þessum Ragnari því löggunni fannst þetta ekkert alvarleg árás. Hvað er eiginlega í gangi. Er klíkuskapurinn alveg að fara með landann. Sá einhverstaðar skrifað að miðborg Reykjavíkur væri orðin alveg morandi af dópi.Get svo sem alveg ímyndað mér það. Las blogg móður sem á 18 ára stelpu sem er sprautudópisti og mamman er búin að vera í 4 ár að reyna að fá hana úr dópinu. 4 ár, spáið í því. Ég get ekki annað en ímyndað mér að foreldrar unglinga á höfðuborgarsvæðinu séu stressaðir að hleypa unglingunum sínum út um helgar. Ógnvægleg þróun.

Annars allt í fína hér. Krakkarnir í góðum gír. Vorum á foreldrarfundi í skólanum henanr Sögu í vikunni og það er voða gaman að fara á svona fundi þar sem allt er jákvætt. Kennarinn hennar á ekki orð yfir hvað henni hefur farið fram á stuttum tíma. Gaman að því.

Lag vikunnar er rólegt. Er með einum af mínum uppáhalds söngkonum, Cæcile Nordby en hún er dönsk jass söngkona og þetta lag er eitt af mínum uppáhalds lögum ever. Var hringtónninn á símanum mínum þangað til ég í einhverju tiltektaræði henti því út og kom því ekki inn aftur. Elska að hlusta á hana, verð eitthvað svo salí.



Góða og skemmtilega helgi

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Já, segðu-hvað er átt við að taka manninn ekki fastann? Sleppa honum bara eins og hann hafi ekki gert nokkuð skapaðan hlut. Það er gott að eiga vini í löggunni!!En fannst þér ekkert fyndið þegar Benjamín sagði við Ragnar að hann væri mjög réttlátur maður? Stuttu seinna barði hann hann...mér fannst það frekar súrealískt móment.
Til hamingju með Sögu, alltaf gaman að heyra að börnum manns og annarra gangi vel.
Hafðu það gott um helgina.

Nafnlaus sagði...

Ég held að þetta ástand hérna sé nú blásið svolítið upp í fjölmiðlum.En frábært að heyra hvað Sögu gengur vel. Eigið góða helgi. Ég verð að vinna alla helgina, Snorra til mikillar gleði :) kkv. Anna