12.9.08

Hversdagsleikinn tekinn við af fullum krafti

Ojá,sumarfríið í ár orðið hluti af fortíðinni og maður komin á fullt í fasta liði eins og venjulega. Fínt að mörgu leiti en stundum leiðist mér svo óstjórnlega á virkum dögum. Vakna, borða, vinna, elda, borða,sofa, vakna..... Jú jú svosem gerir maður eitthvað þarna á milli.En sem betur fer þarf ekki meira til að gleðja mig en að gera eitthvað aðeins öðruvísi eins og í gær þegar JC vann heima og ég átti minn frídag og við náðum saman í Sögu í skólann og fórum í smá verslunnarleiðangur með henni. Haustskór voru á dagskránni og hjól handa mér. Það var eitthvað svo gaman að gera eitthvað nýtt á virkum degi.Ekki oft sem við hjónakornin gerum eitthvað saman á venjulegum fimmtudegi.

Viggó frændi búin að vera í heimsókn og það var náttúrulega bara gaman og næs. Hann er nú alltaf svo skemmtilegur. Hann gaf Baltasar allt Emil safnið og ég las þetta fyrir krakkana og Viggó og hver hló mest? Jú Viggó. Svo söng hann með Sögu í singstar og fór með okkur á Junior Grand prix(barnajúrovision)og fannst svo gaman. Hann er góður gestur.

Smá mont.Einkasonurinn byrjaði í Breakedance í síðustu viku. Átti að vera á námskeiði fyrir stráka 6-8 ára en við komum of seint og hann fékk að vera með í hópnum fyrir stráka 8-10 ára svona fyrst við vorum komin á staðinn en átti svo að byrja í hinum hópnum næst. Í lok tímans kom þjálfarinn til mín og sagði að hann vildi að Baltasar héldi áfram í þessum hóp því hann væri of góður fyrir hinn hópinn og myndi ekki læra eins mikið þar. O hvað minn maður var stoltur á sjálfum sér og við að sjálfsögðu líka. Hann á semsagt eftir að æfa með strákum á aldrinum 8-11 ára því sá elsti er svo gamall og það verður gott fyrir hann að æfa með strákum sem eru aðeins æfðari í að einbeita sér. Á eftir að þroskast við það.

Lag vikunnar. Munið þið eftir þessu? Ég var allavegna alveg búin að gleyma því þangað til ég rakst á það á Youtube. Algjört flashback frá hljómsveit sem maður aldrei heyrði meira frá.
Helgi!

p.s Ekki gleyma að skoða myndirnar af börnunum mínum sem eru hér fyrir neðan. Óborganlegar alveg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábærar gamlar grallara myndir af krúsí dúllunum ykkar.Setti inn nokkrar nýlegar og eldri myndir af okkur inn á Facebook í gær-var að prófa hvernig það dæmi virkar. Túrilú,
Berglind

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þú mátt sko alveg monta þig á stráknum..það virðist vera að stundum sé gott að koma of seint á suma atburði:)

Nafnlaus sagði...

Frábaerar myndir af krökkunum, ég get alveg setid tímum saman í tölvunni og skodad gamlar myndir, ja thegar madur hafdi tíma ádur en vid keyptum húsid ;)