26.3.08

Dagar nætur vikur mánuðir ár!

Já tíminn líður, páskafríið búið og ég er tilbúin fyrir vorið. Spurningin er hvort vorið sé tilbúið fyrir mig? Það er eitthvað feimið allavegna. Snjór útum allt. BÖMMER. Var meira að segja snjór í Svíþjóð og það hef ég nú ekki upplifað oft.

Annars var páskafríið bara fínt. Tóks að vísu að festa mig í baki eftir mikla garðvinnu helgina fyrir páska. Já þá var nú vorið ekki feimið, blómin farin að springa út og ég réðst í beðahreinsun af miklum móð og maðurinn minn hjó niður tré sem ég svo bútaði niður í smærri einingar með þeim afleiðingum að ég gat ekki hreift mig í fleiri daga. Fór til læknis og fékk meira að segja meðal. Er nú öll að koma til en ætla samt að drífa mig í smá sjúkraþjálfun til að losna við þetta alveg. Nenni nú ekki að vera sú bakveika í Róm.

Allir ánægðir með páskaeggin sín og annað eins sælgætisát hefur varla sést á mínu heimili áður en krakkarnir fengu íslenskt páskaegg, og norskt en þau eru úr pappa og eru fyllt af nammi! og svo fengu þau líka frá frænku sinni. En þau fengu nú eitthvað skrýtna málshætti, man þá ekki alveg en pabbi og mamma höfðu aldrei heyrt þetta áður svo að okkur grunaði að þetta væri eitthvað home made frá þeim sem vinna í Freyju - páskaeggjadeildinni.

Annars eru stórframkvæmdir framundan. Apríl fer í að gera tilbúið fyrir pallaframkvæmdir, þurfum að flytja hellur og eitthvað ljótt hlaðið beð og trérætur miklar. Við ákváðum nú að fá mann í að byggja pallinn, höfum gert það áður og það tók svo ægilega langann tíma. Viljum vera komin í sumarfíling um miðjan maí og þá verður pallurinn að vera komin á sinn stað. Begga vinkona ætlar að koma í heimsókn 15 maí og þá þarf allt að vera tilbúið. Mikilvægt að hafa markmið í lífinu!

Jæja vildi nú bara deila með alheiminum þessum skemmtilegu og mikilvægu hugsunum um páskana og allt hitt. Sjáumst á föstudaginn í stuði.

Engin ummæli: