að maður hefði alveg getað fengið þennan góða kjúkling sem ég eldaði á föstudaginn. Stundum er ég alveg hlessa yfir hvað ég ramba á góðar uppskriftir.Allavegna þá vill ég endilega deila þessum ljómandi góða kjúlla með ykkur hinum.
Marókanskur kjúklingur með tómötum og safranmarmelaði.
F.4 :: Tími 65 mín
1 kjúklingur
1 laukur hakkaður grófð
3 hökkuð hvítlauksrif
1 tsk saffran
2 msk sjóðandi vatn/eða bara mjög heitt
2 tsk malaður kanil
2 tsk malað engifer
4-6 tómtatar í grófum bitum
3 dl kjúklingakraftur
3- 4 msk fljótandi hunang(verður að vera fljótandi sortin)
100 gr ristaður möndluspænir
ferskt koríander ef maður vill
kjúkl bitaður, saltað og piprað og steikt á pönnu þar til hann er brúnaður á öllum hliðum. Tekin af og laukur og hvítlaukur mýktur á pönnunni. Safran blandað með vatni látið standa smá stund. Þurrkryddinu bætt við laukinn og blandað vel saman, tómötum og saffran bætt út í. Látið sjóða saman í 5 min. Kjúklingnum bætt ut í og kjuklingakraftinum bætt út í, látið malla í 30 mín. Kjúlli tekin af og hækkað á pönnunni. Safinn látin sjóða niður þar til hann er hæfilega þykkur,hunangi bætt út í og soðið þar til það minnir á marmelaði(ekki samt alveg eins þykkt). Kjúlli settur aftur útí og hitaður. Möndluspæni dreyft yfir áður en borið er fram með grjónum og góðu salati.
Gugga til hamingju með sigurinn í síðustu getraun!! Gott að þú vissir hver flutti þetta lag því ég gerði það ekki :-)