12.1.07

Happy new year



Jólaföndur og piparkökur voru á dagskrá í skóla og leikskóla allan Desembermánuð hjá báðum krökkunum og var mikill spenningur yfir að jólin væru að koma og að afi og amma myndu koma um jólin. Saga tók þátt í jólatónleikum í Lommedalen kirkju 9 des og dansaði þar engladans og gekk Lucia göngu. Agalega sæt að vanda. Baltasar var Lucia strákur í ár og gekk í leikskólanum. Var voða sætur í hvíta kjólnum sínum með silfurborða um hárið!!

Því miður gerðist það að afi minn á Nesinu dó 2 dögum fyrir jól, það kom nú ekki alveg óvænt því hann var búin að vera veikur og ég hafði farið til Íslands helgina fyrir jól til að kveðja hann því okkur grunaði að það væri ekki langt eftir. Hann var svo orðin betri og við héldum að hann væri ekki alveg að fara frá okkur en svo reyndist ekki vera. Hann var jarðsunginn 4 janúar í Dómkirkju Reykjavíkur. Þetta var erfitt þrátt fyrir að hann væri orðin svona veikur. Þrátt fyrir sorg yfir afa var nú líka gleði þennan daginn því Óskar bróðir og Íris kærastan hans eignuðust litla dóttur þennan sama morgun. Svona getur nú lífið verið skrýtið. Einn kemur og annar fer!

Þrátt fyrir að jólakætin væri ekki í toppformi þá áttum við samt notarleg jól í snjóleysinu hér í Noregi. Mamma og pabbi komu og krakkarnir alsæl yfir því. Við borðuðum fullt af góðum mat og íslensku nammi. Við stefnum á íslensk jól í ár.

Svona að lokum verð ég að krýna vinningshafa síðasta bloggs en það var hún Álfheiður I á Egilstöðum sem var sú klára í það skiftið. Verður spennandi að sjá hver þekkir þetta lag!! Hef eiginlega alveg gleymt þessari spennandi krýningu í hin skiftin svo Ásdís mín,TIl HAMINGJU með Nóvember getraunina!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

No more champagne
And the fireworks are through
Here we are, me and you
Feeling lost and feeling blue
It's the end of the party
And the morning seems so grey
So unlike yesterday
Now's the time for us to say...
Happy new year.
Jújú Abba sjálf voru með þetta.