22.1.07
Á skíðum skemmti ég mér trallallala rallalalla......
Munið þið eftir þegar Emil í Kattholti varð að draga Anton,sem var með blóðeitrun til læknis? Brjálaður snjóbilur og læti. Svona var veðrið fyrsta skíðadaginn okkar á árinu. Við ákváðum að skella okkur upp í bústað til systur JC, brunuðum uppeftir á laugardagsmorgun og vorum komin í brekkuna um hádegisbil. Geðveikt rok og lárétt snjókoma. Saga búin að gleyma öllu sem hún var búin að læra í fyrra svo að JC var að skíða afturábak með hana fyrir aftan sig til að passa að hún myndi ekki bara húrra niður brekkuna en hún vildi helst bara fara beina leið niður á fullri ferð. Baltasar var eins og áður fullfær um að sjá um sig sjálfur og fór 2-3 ferðir á meðan ég, móðir hans fór eina. Sniglahraðinn á minni var nú frekar skoplegur en þetta var í 3 skifti á ævinni ég fór á skíði og vegna veðurs var ég nú ekkert að láta mig gossa! Var örugglega eins og að sjá mynd í slow motion.Við entumst í brekkunni í 1 1/2 tíma en þá orðin alveg dofin af kulda.
Sunnudaginn snóaði enn lárétt og blés þokkalega en þá ákváðum við að skella okkur á gönguskíði. Mjög praktískt að vera úti í svona veðri því ef maður varð þyrstur var ekki annað en að opna munnin og láta snjókornin bara snjóa beint inn. Núna er semsagt komin vetur í Noregi með tilheyrandi -10 gráðum og KULDA OG SNJÓ. Hvar er regnið þegar ég þarfnast þess?
Til hamingju Ásdís, þú ert aftur sigurvegarinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Svanhildur hans Óla Gauks! Og niður brekku fer trarallala. Maður verðu að taka þátt endrum og sinnum. En gaman hjá ykkur á skíðum og dugnaðurinn. Hér hefur einnig verið snjór og -10 gráður í þónokkurn tíma og bara hið fínasta veður en átti reyndar að vera +10 í dag svo þetta er út og suður.
bestu kveðjur héðan
Skrifa ummæli