13.11.07

63 börn misstu mömmu sína


á síðustu 7 árum hér í Noregi. 72 konur hafa verið myrtar af eiginmönnum eða kærustum á þessu tímabili. 2/3 af morðingjunum hafa verið menn sem upprunalega koma frá öðrum löndum. Þetta er algjör skandall. Í þessu ríka landi þar sem allir monta sig af velstandi og svo þetta. Einhver blaðamaður tók þetta saman og birti í blöðunum og norskir stjórnmálamenn eru alveg í sjokki. Og ég skil það alveg, þetta eru 10 konur á ári + +. Það er eitthvað mikið að. Og hvernig á að túlka það að það eru svo margir útlenskir menn á meðal morðingjana? Hefur norska ríkið brugðist þessum mönnum, hafa þeir kannski ekki fengið vinnu eða fundist þeir vera hluti af þjóðfélaginu. Eða er þetta ekkert tiltökumál að drepa konuna sína í þeirra kúltúr. Finnst það nú ólíkleg. Eru menn búsettir í Noregi (norskir og útlendskir) afbrýðusamari en aðrir menn. Maður bara veit ekki hvað veldur þessu. Ömurlegt, hræðilega sorglegt og ógnvekjandi. Ekki til að eyðileggja daginn þinn eða gera þig þunglynda varð bara að segja frá þessu. Finnst þetta svo hræðilegt.
Have a nice day

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frekar óhugnanlegt en gott hjá þessum manni að taka þetta saman !

Nafnlaus sagði...

Já þetta var ekki til að bæta daginn hjá mér. Nei þetta er ferlega óhugnalegt. kv.Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

þetta er óhuggulegt í alla staði.