6.11.07

Er frekar laus þessa dagana!

Það er að segja andlaus. Kannski það er allt þetta myrkur sem er að hellast yfir mann Í gær var orðið dimmt kl 15:30, var að vísu mjög þungskýjað en það var búin að kveikja á ljósastaurum kl 4. Það er víst ekki hægt að komast hjá því - veturinn er alveg að koma. Eins og ég er lítið fyrir vetur. Er fín haust manneskja, og vor og sumar en veturinn er ekki alveg mitt uppáhald. Sérstaklega ekki hér í Noregi þar sem er brunnakuldi og snjór í fleiri mánuði.

Fyrsta veturinn minn hér kom fyrsti snjórinn um miðjan oktober og fór ekki fyrr en í lok apríl. Við vorum ekki með bílskúr og það var ekki gaman að setja krakkana inn í kaldann bíl (15 stiga frost á nóttunni)og skrapa rúðurnar á bílnum. Nágrannarnir kvörtuðu þegar ég reyndi að hita bílinn smá áður en við fórum út svo ég gat það ekki. Greyin þau grétu á hverjum morgni þrátt fyrir að ég breiddi yfir þau teppi og dúðaði þau eins og mér einni er lagið. Það get ég svo svarið að ég bölvaði þvílíkt allann þennan vetur - en ég bölva venjulega í mig hita. Og það merkilega við það er að það virkar. Það er kannski afþví ég er svo nálægt djöflinum þá! Eða að ég er svo upptekin við þetta að ég gleymi hvað er kallt. Hver veit.

Enn eitt er víst og það er að mér er farið að hlakka til jólana. Pabbi og mamma koma og það er bara alltaf svo gaman á jólunum. Verð alltaf eins og 5 ára á aðfangadagskvöld, svooo gaman að opna pakkana og borða góðan mat og hafa það notalegt í hreinu og fínu húsi. Jibbí. Var meira að segja að spá hvort ég ætti að vera með jólablogg, svona dagatal eiginlega. Sé til hvað ég geri.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

O já ég hlakka líka til jólanna. Það er svo gaman að upplifa þau í gegnum krílin sín.Vertu endilega með svona jóladagatal. Varstu ekki búin að frétta með nýja krílið hjá Beggu- um 2 klst, ótrúleg. kv.Anna

Nafnlaus sagði...

Líst vel á svona jóla-blogg :) verd líka svona eins og barn thegar jólin nálgast!
Kram frá Sverige

Nafnlaus sagði...

Já ég er farin að hlakka svolítið til jólanna og halda þau heima (vorum á Flórída í fyrra) þoli samt ekki þessa geðveiki fyrir jól hérna heima...ég get svarið að jólatraffíkin er byrjuð....getur fólk ekki bara verslað á netinu..hehehhe en allavega líst vel á jóladagatal hjá þér....

Nafnlaus sagði...

...brrrrr snjór, hvað er það ? Var heima um Jólin ´04 og vogaði mér á rúntinn á nýja bílnum hans pabba í hálku og ég var nett stressuð enda ekki keyrt í hálku þá í 5 ár ... ha ha

Ohh það er svo gaman að taka upp pakka og hafa það kósí !

Guðrún@Florida