26.11.07

Gaggó Hepp(í minningunni)

Get svo svarið að fannst mér ég sjá Guðmund Inga gamla skólastjórann minn úr Heppuskóla út í búð rétt áðan. Algjör tvífari! Það var sem rollur færu um mig alla við flashbakkið! Það sem þessi stutti maður gat gert mann stressaðan á árum unglingaveikinnar. Hvernig er hægt að gleyma reglulegu undirborðplötu -spörkunum sem hann heiðraði okkur með þegar uppúr sauð.

Og það glymur enn í eyrunum á mér "þú veraldar sauður og "ég gæti alveg eins talað við vegginn eins og að tala við ykkur". Já hann kunni lagið á okkur unglingunum. Sé hann fyrir mér ganga um í stutterma skyrtu og svörtu klossunum sínum. Afhverju gengur allir kennarar í þessum skóla í klossum eiginlega. Var það til að geta sparkað undir borðin hjá okkur með stæl!

Minn árgangur byrjaði í gaggó einu ári of snemma því það var ekki pláss fyrir okkur í barnaskólanum(eða voru þau bara búin að fá nóg af okkur þar). Stuttu eftir að ég byrjaði í Heppuskóla var kallað á okkur og sagt að nú væri messa. Ég fékk nett sjokk, hélt að við ættum að fara í guðsþjónustu með sálmum og alles. Nei aldeilis ekki, þetta var nafnið á einskonar samverustund með nemendum, kennurum og að sjálfsögðu Guðmundi Inga. Grunar að þetta hafi átt að vera munnlegt skólafréttabréf en oftar en ekki vorum við skömmuð í þessum messum. Eða man allavegna best eftir skömmunum. Eins og þegar Ægir kveikti í einhverjum hugmyndakassa, skildi aldrei afhverju það þurfti að skamma okkur öll fyrir það!

Ekki öfunda ég þessi kennaragrey að hafa þurft að kenna mínum bekk! Það fara trúlega rollur um hjá þeim þegar þeir hugsa um okkur. Ekki allir nemendur hafa reynt að troða enskukennaranum sínum út um gluggann!!

Fyndið að allt í einu gerist eitthvað sem fær mann til að hugsa um löngu gleymda atburði.

Later!

8 ummæli:

Álfheiður sagði...

Guðmundur Ingi og klossarnir já ... þessi pistill þinn fékk mig til að hugsa til baka þegar ég var í Heppó, 80-82

Nafnlaus sagði...

Mínar kæru sá maður gengur enn um í klossunum góðu(vona nú samt að hann sé ekki á þeim sömu)og ég fæ sögur af messum!! Unglingurinn minn fær að upplifa messur eins og ég.......já og enskukennarinn sem var reynt að troða út um glugga kennir ennþá ótrúlegt en satt...............
Kveðja frá einum af veraldar sauðunum
Íris Gíslad.

Nafnlaus sagði...

Hæ hef ekki komið hér í nokkra daga, tölvan er að stríða mér þessa daganna. Já gamnan að vita að Guðmundur Ingi sé ennþá með messur reglulega. Krakka greyin. kv.Anna

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Vá-ég fékk nú bara flashback við að lesa pistilinn..veraldar sauðir vorum við úr árg.76 líka og kynntumst klossunum einnig:)
Svo vorum við líka að rifja upp þegar Gulli Sig gekk á hurð eftir að hafa verið að horfa á nýja enskukennarann hana Vigdísi sem var algert beib-þegar þorrablótið kom þá gáfum við honum gullsleginn hjálm svona til þess að hann gæti haft vörn á hausnum ef aðstæður kæmu upp aftur:)
takk fyrir þetta..góður pistill.

Nafnlaus sagði...

Man eftir pælingu um að ef hann dytti niður stigann, hvort hann myndi skoppa af veggnumm og niður restina!
Sibba

Róslín Alma sagði...

Sá þetta á facebook ;)
Messurnar eru enn, en þeim hefur fækkað síðan ég var í 8. bekk (2006-2007). Nú eru þær bara notaðar til að minna "okkur", eða þá fáu sem kunna ekki að raða skónum sínum upp í hillu að gjöra svo vel að skilja við þá upp í hillu annars muni verra fara fyrir þeim!

Nafnlaus sagði...

já og ef mig misminnir ekki eru gullhjálmurinn og gullklossinn enn í glerskápum uppi á gangi

Nafnlaus sagði...

ég man eftir gullklosssanum. var það ekki Stebbi sem fékk klossan