Saga er í tónlistar og danshóp fyrir þroskahefta sem heitir Dissimilis. Þar er hægt að læra á hljóðfæri, vera með í kór, danshópum, hljómsveitum og svo eru unglinga og barnahópar. Saga er í barnahópi. Það eru Dissimilis hópar út um allan heim orðið og við höfum hitt hópa frá Kúbu, Sri Lanka og Rússlandi. Við sem eigum börn í þessum hóp sjáum hvað svona tómstundir skifta fólk miklu máli. Flestir sem taka þátt eru fullorðir og fyrir marga eru þetta eina frístundarstarfsemin sem þau stunda og það er mjög áberandi hvað öllum finnst æðislega gaman að vera með í þesum hóp. Á hverju ári eru haldnir jólatónleikar, á sumrin er Dissimilisfestival og svo er reglulega sett upp stór sýning. Síðast var sýning 2006 í Tónlistarhöllinni í Osló og eftir það var sama sýning sett upp á 2 öðrum stöðum á landinu og við fórum semsagt í tónleikaferð.
Næsta ári opnar svo nýtt óperuhús í Osló.Dissimilis verður með á opnunarhátiðinni sem eru fleiri sýningar sem verða settar upp næsta haust og setur upp verk sem heitir "Jenný - öðruvísi ópera", þetta verður sýnt 6 november 2008. Í gær var kynningarfundur á verkinu og hlutverkaskránni var deilt út. Þetta verður ekkert smá verkefni. Auka æfingar allt næsta ár, 2 vikur næsta sumar í workshop og ég veit ekki hvað. Maður skildi halda að maður þyrfti ekki að vera að stressa neitt svona heil ár fram í tímann en þar sem allir eru þroskaheftir og æfa bara á kvöldin er þetta örugglega ekkert of snemmt. Það þarf að undirbúa þetta fólk mjög vel og litlar breytingar geta ollið miklu ójafnvægi hjá mörgum. Það var einn á fundinum í gær sem hafði stórar áhyggjur af að hann gæti ekki farið í sumarfrí næsta sumar út af æfingum en fékk loforð um að þetta ætti ekki eftir að eyðileggja nein sumarplön fyrir fólk og hann róaðist samstundis. Sem betur, fer því hann er einn af aðal söngvurunum.
Allavegna þá verður þetta voða spennandi, Saga var valin til að vera "andlit" sýningarinnar ásamt Jóni vini hennar og nátturulega aðal söngkonunni en þau fóru í myndatöku um daginn niður í óperu, ægilega fínar myndir sem verða á leikskránni og plakötum geri ég ráð fyrir.(veit ekki hvort ég má birta myndirnar svo ég bíð aðeins með það) Var meira að segja mynd ef henni á kökunni sem var boðið upp á í gær að loknum fundi. Hef aldrei "borðað" dóttur mína áður. Bragðaðist ágætlega! Svo að ef þú átt leið um Osló í november á næsta ári er bara að drífa síg í óperuna.
Jæja nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Lagi vikunnar.Gamalt að vanda(þarf eiginlega ekki að taka það fram lengur). Eitt af mínum uppáhalds ever. Ekkert stuðlag bara voða næs.
Góða helgi allez.
3 ummæli:
En spennandi hjá Sögu, verður gaman að fylgjast með þessu. góða helgi. kv.Anna
Vá en frábært! Það væri gaman ef eitthvert okkar kæmist á þennan stóra viðburð..... og í óperunni þar að auki! Ekkert slor ;)
Kemur ekki á óvart að bjútíið hafi verið valin sem andlit sýningarinnar, enda laaaang sætust.
Bestu kveðjur úr sveitinni
Íris og co
Til hamingju Saga-þú rokkar. Til hamingju með skvísuna, þetta er alveg magnað.
En segðu mér eitt,hvað þýðir Dimmilis (ég er nú örugglega að rugla með stafsetninguna)? Ég á við, hvað þýðir orðið?
Hafðu það gott, Svanfriður.
Skrifa ummæli