20.11.07

Sumt fólk ..arg....

Gott að hafa stað sem norðmenn aldrei komast, bloggið mitt.

Varð ekkert smá reið á laugardagskvöldið. Það var nefninlega svoleiðis að Sögu hafði verið boðið á afmæli á sunnudaginn,hitti pabba stelpunnar á föstudaginn kl 15:00 og sagði honum að stuðningsfulltrúinn hennar Sögu væri veik svo að hún yrði að koma ein í afmælið(hefur stundum stuðning með sér). Hann sagði að það væri ekkert mál. Við út að kaupa afmælisgjöf sem Saga fékk að velja alveg sjálf og hún var svo sæl. Klukkan 9 á laugardagskvöldið hringdi svo mamma stelpunnar og til að gera langa sögu stutta voru skilaboðin þau að Saga fengi ekki að koma í afmælið nema hún kæmi með stuðning með sér því þau gætu ekki farið að eyða tíma í að elta hana á röndum allt afmælið! Alveg sama hvað ég reyndi að útskýra fyrir henni og fullvissa hana um að það væri ekkert mál í tveggja tíma afmæli að hún væri ein. Nei hún gaf sig ekki og á sunnudaginn varð ég að útskýra fyrir dóttur minni að hún gæti ekki farið í afmælið.Það var svo sem enginn krísa fyrir Sögu því við fundum upp á fullt af öðru skemmtilegu að gera fyrir hana þann daginn en ég varð bara svo reið. Gat kellinginn ekki hringt á föstudaginn svo við fengjum smá fyrirvara og gætum reynt að leita betur (búin þá að hringja í 3 stk.)eða ákveðið straks að hún færi ekki og sleppt þessu gjafa veseni og tilhlökkun hjá henni. Saga harðneitar að hafa mig með sér, verður erfið og reið ef ég er eitthvað að sýna mig við svona tækifæri og mér finnst það allt í lagi því hún er orðin það stór að hún vill vera sjálfstæð. Sumt fólk er bara svo ...eitthvað, á eiginlega ekki orð yfir það.

over and out.

8 ummæli:

kollatjorva sagði...

Ég skal bara segja það fyrir þig.. þetta er mjög einfalt!
Fólk er FÍFL!
allavega sumt.. og þá alls ekki ég né þú hehe ..
og mér finnst þetta magnað, það er ekki eins og maður hafi ekki hlaupið sig hása á eftir krökkum í afmæli sem áttu að vera fullkomlega eðlileg börn (kannski vont að orða þetta svona en þú skilur) en voru svo bara svo hryllilega óþekk að þau hefðu svo sannarlega þurft að hafa manninn með sér.. ef ekki tvo..
æ ég er kannski full dómhörð.. ég veit það ekki..

Nafnlaus sagði...

Sumir eru einfaldlega of heimskir og fáfróðir, fyrir nú utan hvað þetta er ljót framkoma. Ljót framkoma í mínum bókum er það versta. Kær kveðja í bæinn, Gulla Hestnes

Iris Heidur sagði...

Ja hérna, á ekki til orð! Verð bara fúl þegar ég heyri svona. Vona að kellingin sé með samviskubit.

Nafnlaus sagði...

Ég er sárhneyksluð. En því miður er til fullt af fólki sem er ótrúlega fáfrótt og því fullt af fordómum! Við skulum bara vona að eitthvert barnið í afmælinu hafi verið svo óþægt að konukjáninn hafi mátt hafa sig alla við að halda því í skefjum. Nei vonum frekar að það hafi verið fleiri en eitt óþægt barn þarna....
Mér finnst Sagan þín ótrúlega flott og falleg stelpa það litla sem ég hef séð af henni.
Kveðja úr firðinum fagra
Íris Gísladóttir

Nafnlaus sagði...

Oj bara, svona gerir fólk náttúrulega ekki. kv.Anna

Álfheiður sagði...

Sumt fólk ...

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, sumir eru alltaf með hausin í r......... en ég sendi kellingunni púka (sumir senda engil) vona bara að hún þurfi að elta hann út um allt hús...hahhahaha

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Æi,hvað sumt fólk geta verið miklir dónar og ómanneskjulegir.maður bara kemur ekki svona við barn. Skammist hún sín og það alla leið til Síberíu.