Man þegar ég var barn og unglingur og manni fannst tíminn alveg geðveikt lengi að líða. Þeir dagar eru löngu horfnir. Núna fljúga árin áfram á þvílíkum hraða að maður verður bara alveg bit. Enn einn föstudagurinn að skella á. Vikan bara svona meðal vika. Setti vetrardekk á bílinn því nú er farið að kólna hér. Frostið á næsta leiti.
Pantaði mér nýjan sófa en hinn er orðin aðeins of lítill fyrir okkur. Sitjum ekki beint kósí þegar við öll erum samankomin þar, meira eins og sardínur í dós. SVO ÓSKAR ÉG TEK MYNDIR ÞEGAR NÝJI SÓFINN VERÐUR KOMIN Í HÚS.
Lag vikunnar er aldrei þessu vant ekki frá mínum unglingsárum.Það er frá mínum fyrstu árum í Köben. Margar góða minningar sem tengjast þessu lagi.Og svo er nú ekki verra að þarna er íslandsvinur á ferð!
OG ekki má gleyma að tilkynna að núna er komin vetrartími hér svo að það er bara klst. munur á Íslandi og Noregi.Vill líka minnast á að það er komin vetur, hitastig núna kl 8:57 er 0.7 gráður.
Hev a næs víkend.
1 ummæli:
Já hann fer að verða lítill sófinn hjá okkur líka. Þetta er orðin svo ógurleg strolla. kv.Anna
Skrifa ummæli