22.1.08

Hendi inn hér einni uppskrift


enda orðið langt síðan síðast.
Eldaði þennan fína lax(eða var það bleikja!) um daginn. Svo einfalt og gott og hollt.

600 gr fiskur (hvaða sem er)
2 dl sweet chili sósa
1/2 dl sesamolía
slatti af fersku kóríander hakkað eða hægt að nota úr krukku


þetta er blandað saman og dreift yfir fiskinn sem er svo settur í ofn þangað til hann er tilbúin(það fer svo eftir stærð fisksins).


Með þessu var ég með wokkað grænmeti og núðlur með soyasósu og ristuðum sesamfræum sem ég dreifði yfir fiskinn.


Enjoy.


p.s tók enga mynd svo ég læt hér fylgja mynd af Nemo greyinu, þótt ekki hafi það verið hann sem var til átu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmmmmm.... hljómar vel. Verð að prufa þetta. kv.Anna

Oskarara sagði...

Íris eldaði þetta í kvöld, mjög gott.