Heyrði lag með Elvis um daginn en það eina sem hljómaði í eyrunum á mér var þessi teksti:
Þrjú tonn af sandi
Andrés fær nóg
mótatimbur
já heilan skóg
já íslendingar hafa löngum verið duglegir að yfirfæra útlensk lög yfir á íslensku. Helt að þetta lag sé botninn. Manni grunar nú að Elvis heitinn hafi bæði tekið flikk flakk og heljarstökk í gröfinni þegar hann heyrðí þetta. En þetta er einmitt svona lag sem maður fær á heilann og ég er að brjálast. En nú út í allt aðra sálma.
Fín vika. Baltasar allt í einu kominn með rosa áhuga á fótbollta, föður sínum til mikillar gleði og nú er hann úti að spila fótbollta hvert kvöld þrátt fyrir að það hafi verið grenjandi rigning flest kvöld þessa vikuna. Hann er nú ekki alveg á jörðinni blessaður og telur sig afburðar fótbolltamann, hann spurði allavegna pabba sinn þegar þeir voru að horfa á leik síðastl. mánudagskvöld hvort leikmenninrnir í Rosenborg væru betri en hann í fótbollta eða hvort hann væri betri en þeir!
Fór út að borða með Kollu Tjörva frá Hornafirði á miðv. og það var rosa kósí. Það kjaftaði á okkur hver tuska - mjög gaman. Takk Kolla fyrir gott kvöld. Alltaf gaman að hitta íslendinga og frábært að hitta Hornfirðinga. Eitt af því sem mér finnst erfitt við að búa í útlöndum er að hér er enginn sem þekkti mann áður fyrr. Eða ólst upp í sama landi og man eftir hinu og þessu. Á þennan skemmtilega safndisk með ísl. lögum frá 7. og smá8. áratugnum sem mér finnst gaman að hlusta á í bílnum í langferðum og þar er lagið "Stál og hnífur". Ég var að segja manninum mínum frá að þetta lag sungum við alltaf á filleríum hér í den. "Afhverju" spurði hann. "Nú þetta er svoleiðis lag, sem er gott að syngja þegar maður er búin að drekka nokkra bjóra" sagði ég. "Afhverju" sagði hann. "GRRRR!" sagði ég. Nei þetta er ekki alltaf auðvelt. Fyrir íslending gefur það auga leið að Stál og hnífur og Minning um mann eru ekta lög til að syngja í glasi en fyrir norðmann er það ekki jafn augljóst.
Í kvöld koma fullt af konum til mín í smá osta og kjafta-samsæti(eiginmaðurinn er í strákaferð í Barcelona, greyið!). Þetta eru allt konur sem eiga börn með Down syndrome og í því tilefni ákvað ég að lag vikunnar væri alveg nýtt. Er á vinsældarlistum hér í landi(já ég hlusta líka á nýja tónlist). Ástæðan fyrir þessari skrýtnu ákvörðun er að okkar börn eru ekki að velta sér upp úr fortíðinni eða kvíða fyrir framtíðinni, þau lifa hér og nú og eru alveg brilljant í því. Gott að minna sig á öðru hverju að lifa fyrir líðandi stund.Gleymist stundum.
Jæja kveð að sinni og vill bara minna á að sumarfríið er eftir 82 daga.
3 ummæli:
Takk sömuleiðis Helga mín, strax farin að hlakka til að hitta þig aftur. Magnað hvað við gátum spjallað þótt við hefuðum ekki sést í tæp 10 ár!
......og brúðkaupið mitt eftir......nokkra daga.
ha ha ha stál og hnífur....mikid hefur madur sungid thad lag í gegnum tídina....
En er sammála thér um thetta ad thad er stundum erfitt ad búa í útlöndum sérstaklega thegar madur segir frá t.d. gömlum minningum fólk skilur ekki alveg...
Hafdu thad gott!!
Skrifa ummæli