18.4.08

Sól sól skín á mig

Kunningjakonan mín er að skilja. Hún er búin að vera með manninum sínum frá hún var 19 ára og hún er ca. 45 ára(kann ekki við að spyrja!). Þau eiga 3 stráka, einn sem er greindur með athyglisbrest.Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim síðustu árin.Maðurinn hennar missti vinnuna og úr frá því misstu þau húsið sitt.Þar sem hann er forstjóratýpan vildi hann alls ekki taka neinni vinnu nema forstjóravinnu og var þar af leiðandi atvinnulaus allt of lengi. Kunningjakona mín vann fyrir heimilinu. Allan þennan tíma hefur hún staðið við hlið manns síns og hugsaði með sér að þetta ætti allt eftir að lagast, tæki bara tíma. Jú alveg rétt, hann fékk vinnu og þau fengu fína íbúð í skólahverfi strákana og hún lét draum sinn rætast og stofnaði eigið fyrirtæki. Hvað gerði minn maður. Jú hélt fram hjá henni með einni hrukkulausri.Eftir allt sem hafði á gengið launaði hann konunni sinni á þennan hátt. Ég verð bara svo reið þegar ég heyri um svona. Ekki það að auðvitað ætti hún að vera fegin að vera laus við kauða en þvílík eigingirni og sjálfselska að ég bara á ekki orð.Hún alveg í klessu greyið og er í startholunum við að skapa sér nýtt líf.Hvað getur maður gert til að gleðja hana? Ég var að spá í að gefa henni myndina "First wifes club". Held að sú mynd gæti peppað hana upp. Ef það virkar ekki ætla ég að gefa henni 24 ára spænskann aupair strák, þið vitið þessa sem ryksuga á skýlunni - eða pungbindi ef maður óskar þess! Of mikið?

Annars allt fínt af okkur. Bara vika í Rómarferð okkar skötuhjúa. Svo er veðrið alveg að taka sig saman og það er hreinlega spáð um 15 stiga hita á sunnudaginn. Ó je. Verð nú samt að viðurkenna að það versta sem ég veit eru fyrstu bikinísdagar sumarsins þar sem maður er alveg neon hvítur og það er nú ekki beint glæsilegur litur fyrir appelsínhúðina. Not næs - nema maður sé Appelsínan í Ávaxtakörfunni en hún segir að appelsínuhúð sé fínasta húð í heimi.Kannski ég bara ákveði að trúa henni.

Lag vikunnar er með einum af mínum uppáhalds tónlistarmönnum ever og alveg án efa af einni uppáhalds plötu frá 8 áratugnum. Þessi litli stubbur sem mælist 157 cm án hæla hefur ekki leyft Youtube að sýna videoin sín og þetta hefur greinilega gleymst svo ég ætla að nota tækifærið meðan það liggur þar. Hann var svo mikið uppáhald að þegar ég var 14 ára dreymdi mig að við byggjum saman á Höfn og hann var að vinna í frystihúsinu(man nú ekki hvort hann var á hælunum þegar hann fór í vinnuna í draumnum). Maður var ekki alveg heill á þessum tíma!


Góða helgi.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kvitti, kvitt.
Viss um að einn spænskur, ryksugandi á skýlunni myndi gleðja hvaða húsmóður sem er! Hvort sem hún væri skilin eða misskilin.
Skil hvað þú meinar, stundum veit maður ekki hvað er best að gera fyrir þá sem lenda í erfiðleikum. Held samt að það besta sé að vita að einhver er til staðar, tilbúin að hlusta, lána manni öxl til að gráta á og gefa klapp á bakið.

Kveðja Íris Gísladóttir

Oskarara sagði...

.....talandi um frystihúsið, var að vinna inn í kvennaklefunum fyrrverandi og þar var tússað á einn flíslagðan vegginn "Hjördís og Helga best"

Nafnlaus sagði...

Sniðugt þetta með kvennaklefann, man einmitt hvað þær stöllur voru miklar samlokur.
Og þessi 80's tími maður lifandi þetta var hreint ótrúlega ýkt og yfirdrifið allt saman.
Bjarni

Egga-la sagði...

Talandi um ýkt. Hver man ekki eftir Limahl hárinu á Bjarna Þór?Glæsilegt alveg.

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ameríkufari segir fréttir sagði...

Úr því að videoið var ekki lengur inni á youtube þá spyr ég, var þetta Prince?
Annars finnst mér að spæ´nski auperinn væri hin sniðugasta hugmynd! Láttu bara gossa.

Egga-la sagði...

Já þetta var hann Prince með When Doves cry. Dem að það sé búið að fjarlægja það.

kollatjorva sagði...

heheheh ég man sko eftir Limahl hárinu á Bjarna .. gooodtimes..